Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Músarrindill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2023

Músarrindill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Músarrindill er afar smár, kvikur og forvitinn fugl. Þeir eru reyndar nokkuð felugjarnir þótt þeir séu forvitnir. Mannaferðir eða óvenjuleg hljóð duga oft til að þeir komi til að kanna hvað er um að vera. Forvitnin hefur jafnvel átt það til að leiða þá inn um opna glugga eða opnar dyr. Ekki er langt síðan músarrindill var minnstur íslenskra fugla en nú hefur glókollur steypt honum af stóli og tekið titilinn sem sá minnsti. Músarrindillinn er hins vegar mjög lítill, eða um 9-10 cm að lengd og ekki nema 15 grömm. Íslenski músarrindillinn er staðfugl og sérstök undirtegund sem er stærri og dekkri en frændur hans í Evrópu. Þeir eru útbreiddir um allt land en þá helst á láglendi. Þar verpa þeir í birkikjarri, hrauni eða urð. Þeir gera sér hreiður undir bökkum eða sprungum í hrauni. Þeir eru einfarar og yfir vetrarmánuðina má oft finna staka músarrindla við opnar ár, skurði eða vatnsbakka. Þeir eru afar duglegir varpfuglar og verpa 6–8 eggjum jafnvel tvisvar yfir sumartímann. Myndin hérna að ofan er af ungahóp sem er nýbúinn að yfirgefa hreiður, ef vel er skoðað má sjá sex unga sem hafa þjappað sér saman líkt og þeir séu enn þá í hreiðrinu

Skylt efni: fuglinn

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...