Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Músarrindill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2023

Músarrindill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Músarrindill er afar smár, kvikur og forvitinn fugl. Þeir eru reyndar nokkuð felugjarnir þótt þeir séu forvitnir. Mannaferðir eða óvenjuleg hljóð duga oft til að þeir komi til að kanna hvað er um að vera. Forvitnin hefur jafnvel átt það til að leiða þá inn um opna glugga eða opnar dyr. Ekki er langt síðan músarrindill var minnstur íslenskra fugla en nú hefur glókollur steypt honum af stóli og tekið titilinn sem sá minnsti. Músarrindillinn er hins vegar mjög lítill, eða um 9-10 cm að lengd og ekki nema 15 grömm. Íslenski músarrindillinn er staðfugl og sérstök undirtegund sem er stærri og dekkri en frændur hans í Evrópu. Þeir eru útbreiddir um allt land en þá helst á láglendi. Þar verpa þeir í birkikjarri, hrauni eða urð. Þeir gera sér hreiður undir bökkum eða sprungum í hrauni. Þeir eru einfarar og yfir vetrarmánuðina má oft finna staka músarrindla við opnar ár, skurði eða vatnsbakka. Þeir eru afar duglegir varpfuglar og verpa 6–8 eggjum jafnvel tvisvar yfir sumartímann. Myndin hérna að ofan er af ungahóp sem er nýbúinn að yfirgefa hreiður, ef vel er skoðað má sjá sex unga sem hafa þjappað sér saman líkt og þeir séu enn þá í hreiðrinu

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...