Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ísteka ehf. mun sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi fyrir næsta sumar. Myndin er tekin í húsakynnum Ísteka.
Ísteka ehf. mun sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi fyrir næsta sumar. Myndin er tekin í húsakynnum Ísteka.
Mynd / ghp
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfullum hryssum til Matvælastofnunar, sem byggi ekki á reglugerð EFTA um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Eins og fram hefur komið í Bændablaðinu rann starfsleyfi fyrirtækisins til blóðtöku úr fylfullum hryssum út 5. október sl. Eru forsvarsmenn Ísteka ósáttir við að undirliggjandi regluverk starfseminnar hafi fyrir nokkru verið fellt undir fyrrnefnda reglugerð og kalla þá breytingu ofur-blýhúðun. Meginsjónarmið fyrirtækisins er, að sögn Kristins Hugasonar, samskiptastjóra Ísteka, að téð starfsemi sé afurðaframleiðsla en ekki vísindarannsókn og hyggst fyrirtækið láta reyna á það. Stendur fyrirtækið nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa, gagngert til að fá ákvörðuninni hnekkt.

Haft var eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra fyrr á árinu að ný leyfisveiting til Ísteka til blóðtöku yrði veitt á grundvelli téðrar reglugerðar. Eftir er að sjá lyktir yfirstandandi dómsmáls sem væntanlega mun skýra hvort fyrirtækið þarf að sækja um leyfi á grunni tilskipunarinnar.

Samkvæmt þessu er alls óljóst hvort blóðtaka úr fylfullum hryssum muni halda áfram á næsta ári. Gæti það haft áhrif á talsverðan fjölda búa sem haldið hafa blóðtökuhryssur.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerahald

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...