Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mr. Iceland tekur á móti ferðafólki, sem klæðist skikkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls.
Mr. Iceland tekur á móti ferðafólki, sem klæðist skikkjum og verður strax hluti af sögunni. Riðið er á slóðir Gunnars og Njáls þar sem náttúran og íslenski hesturinn fá að njóta sín til fulls.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 29. júní 2023

Mr. Iceland heiðraður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ferðaþjónustubóndinn og hvítlauksræktandinn Hörður Bender á Efri-Úlfsstöðum í Landeyjum var á dögunum útnefndur Sproti ársins 2022 á aðalfundi Markaðsstofu Suðurlands.

„Auðvitað er jákvætt að fá viðurkenningu og gaman að fá hvatningu frá greininni. Það er gaman að ferðaiðnaðurinn taki svona vel á móti nýjum aðilum í greininni,“ segir Hörður.

Á Njáluslóðum

Starfsemi Harðar og fjölskyldu hans gengur undir nafninu Mr. Iceland. „Mr. Iceland býður upp á hestatengdar menningarferðir þar sem erlendir ferðamenn koma og fá reiðkennslu, hestaferð og íslenska máltíð í hesthúsinu. Þar sem við erum á Njáluslóð segi ég frá nágrönnum mínum, Njáli og Gunnari, og til að gera reynsluna skemmtilegri klæðum við okkur öll í skikkjur áður en við ríðum af stað. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og valdi tímaritið Vanity Fair okkur sem bestu ferðamannaupplifun á Íslandi,“ segir Hörður.

Hvítlaukurinn í hagli og roki

Hörður ræktar líka hvítlauk en vorið reyndist honum erfitt.

„Við erum enn í hvítlauks­baráttunni og settum niður hvítlauk í fyrrahaust sem er kominn upp núna. Vorið í ár var hins vegar ekki til að hjálpa og þegar ég stóð úti í akri og horfði á hvítlaukinn barinn niður af hagli og roki varð ég enn staðfastari í því að ef við ætlum vera betri að rækta grænmeti þá verðum við að byggja upp betri aðstæður með skjóli,“ segir Hörður hlæjandi.

Gulrætur og lífræn ræktun

Það er meira en nóg að gera á Efri­ Úlfsstöðum við alls konar ræktun.

„Við erum að klára núna að gróðursetja sex þúsund tré í skjólbelti ásamt því að hefja okkar lífrænu ræktun á gulrótum.

Við höfum tekið frá um það bil 20 hektara af ökrum sem verða lífrænt svæði. Í ár setjum við niður í 5 hektara og hvílum hina akrana en það er svokölluð skiptiræktun,“ segir Hörður.

Hörður nýtir lystisemdir nærumhverfisins þar sem sagan, menningin, náttúran, maturinn og hestarnir eru allt í öllu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...