Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mosavöndur með fleiri en 8 tegundir mosa úr óraskaðri mýri.
Mosavöndur með fleiri en 8 tegundir mosa úr óraskaðri mýri.
Á faglegum nótum 14. nóvember 2023

Mosarnir í mýrinni

Höfundur: Ágústa Helgadóttir, líffræðingur og staðgengill verkefnastjóra endurheimt votlendis

Flestar mosategundir vaxa við mikinn raka eins og í votlendi og lækjarjöðrum, en svo eru einnig margar sem vaxa í þurrum eyðimörkum og á steinum.

Mosategundum er oft hópað saman í einn flokk í gróðurúttektum, kannski vegna þess að mosar eru margir smáir, það þarf stækkun til að sjá þá almennilega, þeir mynda blandaða mosaþekju eða mosalag þar sem margir þeirra vaxa saman og því getur oft verið erfitt að greina þá til tegunda.

Mosar eru mikilvægir á norðlægum slóðum

Barnamosi (Sphagnum) úr mýri.

Mosarannsóknir síðustu ára sýna aukið mikilvægi þeirra, ekki síst í vistkerfum á norðlægum slóðum þar sem mosalagið stýrir flæði orku og efna milli andrúmslofts og jarðvegs. Virknin er þó

Mosaskoðun við lækjarjaðar.

breytileg eftir tegundum, t.d. geta sumar tegundir barnamosa (Sphagnum) haldið allt að 20x þurrvigt sinni af vatni. Mikilvægi mosa á Íslandi er þar engin undantekning, enda einstaklega mikil mosaparadís. Yfir 600 mosategundir vaxa hér við ýmsar aðstæður og eru þær mikilvægur hlekkur líffræðilegrar fjölbreytni íslenskra vistkerfa og virkni þeirra.

Eru tengsl milli tegundasamsetningu mosa og ástands mýra á Íslandi?

Í vor hófst verkefni á vegum Landgræðslunnar til að bæta loftslagsbókhald Íslands þar sem mýrar í fjölbreyttu ástandi (mismunandi skala framræslu, landnýtingu, fjarlægð frá sjó og nálægð við gosbelti) eru vaktaðar m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og fleiri tengdra þátta. Vöktunarpunktar í mýrum voru metnir til vistgerða og gróðurþekja og tegundasamsetning plantna var mæld. Einnig var gerð tilraun til að meta hnignunarstig mýranna. Við fyrstu úttekt virðast mosar vera næmir fyrir raski og ástand þeirra og tegundasamsetning er góð vísbending um ástand mýra. Í óröskuðum mýrum fundust margar votlendistegundir mosa en við rask þeirra hafði þeim fækkað verulega og voru oft alveg horfnar eftir framræslu. Á þeim svæðum höfðu þurrlendis mosar mestmegnis tekið yfir.

Mýrar eru verðmæt votlendisvistkerfi sem þarf að hlúa miklu betur að á Íslandi

Mýrar geyma verulegan hluta kolefnisforða landsins. Þau eru mikilvæg búsvæði plantna, fugla, fiska og smádýra, bæta vatnsbúskap jarðar og geta jafnað sveiflukennt vatnsrennsli og þannig minnkað hættu á flóðum. Því er mikilvægt að vernda óraskaðar mýrar og endurheimta þær sem hefur verið raskað. Það er alltaf opið fyrir umsóknir um samstarf við endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni.

Komið og kynnist mosunum í mýrinni betur í Perlunni nóvember nk.

Að lokum vil ég vekja athygli á fjölskylduviðburði Náttúruminjasafns Íslands og Land- græðslunnar sunnudaginn 5. nóvember milli kl. 14 og 16 á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar í Reykjavík.

Viðburðurinn Mosarnir í mýrinni er hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni 2023 og er aðgangur ókeypis.

 

Ágústa Helgadóttir,

líffræðingur og staðgengill verkefnastjóra endurheimt votlendis - agusta@land.is

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f