Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Morgunfundir um landbúnaðarmál
Fréttir 15. janúar 2024

Morgunfundir um landbúnaðarmál

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði efna til morgunfundaraðar um landbúnaðarmál.

Fundirnir eru hugsaðir sem umræðuvettvangur fyrir hvers konar málefni er snerta landbúnaðinn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fundirnir verða með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna sínar athuganir og hugmyndir og eftir að framsögu lýkur gefst tími til fyrirspurna og almennra umræðna.

„Það er töluverð eftirspurn eftir frekari umræðum um málefni landbúnaðarins í samfélaginu í dag, hvort sem er frá þeim sem starfa í greininni, stjórnmálafólki eða öðrum. Með þessu framtaki viljum við efla og auðga umræðuna og veita tækifæri til frekari upplýsinga-miðlunar“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL. Fyrsti morgunfundurinn verður haldinn 18. janúar nk. kl. 9 í húsakynnum Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Þá mun Erna Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, fjalla um innflutning á landbúnaðarafurðum og tollamál.

Málstofan er opin öllum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...