Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Morgunfundir um landbúnaðarmál
Fréttir 15. janúar 2024

Morgunfundir um landbúnaðarmál

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði efna til morgunfundaraðar um landbúnaðarmál.

Fundirnir eru hugsaðir sem umræðuvettvangur fyrir hvers konar málefni er snerta landbúnaðinn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fundirnir verða með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna sínar athuganir og hugmyndir og eftir að framsögu lýkur gefst tími til fyrirspurna og almennra umræðna.

„Það er töluverð eftirspurn eftir frekari umræðum um málefni landbúnaðarins í samfélaginu í dag, hvort sem er frá þeim sem starfa í greininni, stjórnmálafólki eða öðrum. Með þessu framtaki viljum við efla og auðga umræðuna og veita tækifæri til frekari upplýsinga-miðlunar“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL. Fyrsti morgunfundurinn verður haldinn 18. janúar nk. kl. 9 í húsakynnum Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Þá mun Erna Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, fjalla um innflutning á landbúnaðarafurðum og tollamál.

Málstofan er opin öllum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f