Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Mold sem þyrlað var upp
Mynd / Linmiao Xu
Á faglegum nótum 11. júní 2025

Mold sem þyrlað var upp

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar.

Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í máli nr. 7/2024 þann 23. maí 2024, þar sem staðfest var að lagabreytingar Alþingis á búvörulögum síðastliðið vor hefðu verið gerðar í samræmi við stjórnarskrá og þingsköp. Jafnframt felldi dómurinn úr gildi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að málsmeðferð þingsins hefði brotið gegn stjórnarskrá . Ýmsir gagnrýndu breytingarnar harðlega og héldu því fram að málið hefði verið drifið áfram af annarlegum hvötum. Nú er ljóst að sú gagnrýni reyndist haldlaus; staðfesting Hæstaréttar á breytingunum sýnir um leið að engir formgallar voru á málsmeðferð Alþingis í þessu máli.

Lögin fela í sér mikilvæga heimild fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði til að sameinast eða vinna saman í rekstri með það að markmiði að ná fram aukinni hagkvæmni. Reynslan frá mjólkuriðnaðinum sýnir að slík hagræðing getur gagnast bæði bændum, neytendum og fyrirtækjum – hún skilar sér í lægra vöruverði fyrir neytendur, bættri afkomu bænda og hagkvæmari nýtingu fjármuna, sem styrkir stöðu greinarinnar gagnvart innfluttum vörum.

Skilyrt undanþága – ekki frípassi til einokunar

Gagnrýni á lögin hefur einkum beinst að því að þau „heimili einokun“ eða leiði til hærra vöruverðs. Sú gagnrýni stenst ekki nánari skoðun. Lögin setja fjögur skýr skilyrði fyrir samstarfi afurðastöðva:

Söfnunarskylda: tryggir að allir framleiðendur hafi jafnan aðgang að afurðastöðvum, óháð staðsetningu.

Jöfn viðskiptakjör: gilda gagnvart öllum vinnsluaðilum – hvort sem þeir eru innan eða utan framleiðendafélaga.

Frjálst val viðskipta: framleiðendur geta valið sér aðra afurðastöð hvenær sem er.

Réttur til hlutaðildar: bændur geta átt viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti (t.d. slátrun) án skuldbindingar um frekara samstarf.

Þessi skilyrði tryggja að lögin þjóni hagsmunum bænda án þess að útiloka minni keppinauta eða veikja samkeppni, þannig að neytendur njóti sanngjarns verðs á markaði.

Íslenskur landbúnaður undir þrýstingi

Landbúnaður á Íslandi hefur lengi glímt við óstöðugt rekstrarumhverfi. Innflutningur á kjöti jókst um 17% á síðasta ári og samkeppnin kemur nú sífellt meira að utan fremur en innanlands. Þeir sem vilja halda íslensku lamba- og nautakjöti á samkeppnishæfu verði verða að viðurkenna að hagræðing og samþjöppun eru ekki ógn, heldur nauðsyn. Ella er hætt við að innlend framleiðsla láti í minni pokann fyrir innflutningi og neytendur þurfi að reiða sig á erlend matvæli.

Deloitte hefur metið að hægt sé að ná 0,9–1,5 milljarða króna hagræðingu með samþjöppun í slátrun og kjötvinnslu. Áætlað er að hagræðingin skili sér þannig: 40% til bænda, 40% til neytenda og 20% til afurðastöðva. Með öðrum orðum: allir græða.

Heilnæmi og sérstaða – íslensk gæði í forgangi

Ísland býr yfir sérstöðu á alþjóðavísu þegar kemur að matvælaöryggi og mjög lágri sýklalyfjanotkun í dýrum. Sú sérstaða er ekki sjálfgefin og nauðsynlegt er að verja hana. Lögin styðja við þá viðleitni – þau gera ekki aðeins bændum kleift að bregðast við samkeppni, heldur tryggja að neytendur hafi áfram aðgang að öruggum, heilnæmum og innlendum matvælum, sem er forsenda matvælaöryggis.

Breytingarnar á búvörulögum eru ekki „lausnin á öllum vandamálum“, en þær marka mikilvægt skref í rétta átt. Framtíð íslensks landbúnaðar liggur ekki í stöðnun, heldur í þróun. Til að viðhalda öflugri og sjálfbærri matvælaframleiðslu verður að tryggja að greinin búi yfir þeim verkfærum sem til þarf.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...