Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsíða bæklings um sviðsmynd framleiðslukerfis sauðamjalta samhliða kjötframleiðslu.
Forsíða bæklings um sviðsmynd framleiðslukerfis sauðamjalta samhliða kjötframleiðslu.
Fréttir 16. janúar 2023

Möguleikar á að auka árstekjur sínar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega lauk formlega verkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) sem heitir Fundið fé og gengur út á að skoða möguleikana á því að koma á nýju framleiðslukerfi í sauðfjárrækt, meðal annars með fjölgun burða yfir árið og nýtingu sauðamjólkur.

Verkefnið hófst fyrir tæpum tveimur árum og var stutt af Matvælasjóði. Markmið þess var að skoða möguleika sauðfjárbænda á að auka árstekjur sínar eftir hverja vetrarfóðraða kind, meðal annars með skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og bættari nýtingu aðfanga. Tilefnið er lágt afurðaverð og erfiðleikar á markaði, meðal annars vegna einhæfrar framleiðslu þar sem slátrað er nær eingöngu að hausti og stærstur hluti kjötsins frystur. Það er síðan selt þannig næstu 11 mánuðina í samkeppni við aðrar ferskar kjötafurðir.

Þrjár sviðsmyndir að nýjum framleiðslukerfum

Í niðurstöðum skýrslu sem gefin var út eftir að verkefninu lauk, kemur fram að möguleikar séu til staðar til að auka fjölbreytni í íslenskri sauðfjárframleiðslu, með vöruframboði á ferskum afurðum í mun lengri tíma en úr hefðbundinni haustslátrun. Þessi aukna fjölbreytni getur stuðlað að aukinni heimavinnslu, bæði á kjöti og sauðamjólk.

Ýmsir óvissuþættir séu þó til staðar, einkum varðandi mögulega verðlagningu afurðanna.

Til að meta möguleikana á að breyta að hluta um framleiðsluaðferð voru settar upp þrjár mögulegar sviðsmyndir til hliðar við núverandi ráðandi framleiðsluaðferð. Síðan var reynt að bera þær saman við niðurstöður úr afkomuverkefni sauðfjárbænda sem RML hefur staðið fyrir undanfarin ár.

Í fyrstu sviðsmyndinni er miðað við að láta ær bera á átta mánaða fresti, þrisvar á tveimur árum. Í annarri sviðsmyndinni var gert ráð fyrir sauðamjöltum samhliða kjötframleiðslunni. Í þeirri þriðju var dreifður burðartími skoðaður, með því að nýta eðlislægan fengitíma eins og kostur er.

Bú með 500 fullorðnar kindur og 500 ærgilda greiðslumark var notað sem grunnviðmið. Niðurstöður benda til þess að fyrstu tvær sviðsmyndirnar gefi hagstæðustu framleiðslukerfin, með rekstrarafgangi nálægt 24 prósentum.

Verulegir möguleikar til fjármögnunar

Í skýrslunni kemur enn fremur fram, í umfjöllun um aðgengi að fjármagni fyrir sauðfjárbændur til að breyta sínum framleiðslukerfum, að verulegir möguleikar séu til staðar í að sækja fjármagn til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á lands­ byggðinni.

Samhliða útgáfu RML á skýrslu um verkefnið voru útbúnir rafrænir bæklingar um þær þrjár sviðsmyndir sem skoðaðar voru.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...