Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni.
Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni.
Mynd / Sandy Millar
Utan úr heimi 3. desember 2024

Möguleg neikvæð áhrif á dýr með nýjum stjórnvöldum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Donald J. Trump, nýkjörinn forseti Bændaríkjanna, hefur heitið miklum breytingum á vissum þáttum stjórnkerfisins sem gætu haft djúpstæð áhrif á dýralíf Bandaríkjanna.

Í New York Times var nýlega fjallað um möguleg neikvæð áhrif á dýralíf í Bandaríkjunum með nýjum stjórnvöldum. Alríkisstjórnin geti haft mikið um afkomu dýrategunda að segja, hvort sem um villt dýr eða búfé sé að ræða.

Yfirlýsingar Trumps um breytingar á reglugerðum gefi tilefni til að hafa áhyggjur af framtíð dýralífs þar í landi, þar sem látið sé í það skína að hagsmunir fyrirtækja og iðnaðarins verði teknir fram fyrir velferð dýra.

Slakað á kröfum um aðbúnað dýra

Í New York Times segir að í fyrri stjórnartíð Trumps hafi reglur verið einfaldaðar um dýr í útrýmingarhættu, þannig að auðveldara hafi verið að taka dýrategundir út af listanum. Þá herti hann kröfurnar fyrir vernd dýrategunda sem stafar ógn af loftslagsáhrifum. Biden snéri þessum breytingum við í sinni stjórnartíð, en nú eru horfur á því að Trump breyti þeim á ný til fyrra horfs.

Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni og líkur séu á að hann muni stefna í breytingar í þá veru á ný. Búast megi við að slakað verði á almennum kröfum um aðbúnað dýra og eftirlit í sláturhúsum til að hraða megi á framleiðsluferlinu.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f