Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni.
Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni.
Mynd / Sandy Millar
Utan úr heimi 3. desember 2024

Möguleg neikvæð áhrif á dýr með nýjum stjórnvöldum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Donald J. Trump, nýkjörinn forseti Bændaríkjanna, hefur heitið miklum breytingum á vissum þáttum stjórnkerfisins sem gætu haft djúpstæð áhrif á dýralíf Bandaríkjanna.

Í New York Times var nýlega fjallað um möguleg neikvæð áhrif á dýralíf í Bandaríkjunum með nýjum stjórnvöldum. Alríkisstjórnin geti haft mikið um afkomu dýrategunda að segja, hvort sem um villt dýr eða búfé sé að ræða.

Yfirlýsingar Trumps um breytingar á reglugerðum gefi tilefni til að hafa áhyggjur af framtíð dýralífs þar í landi, þar sem látið sé í það skína að hagsmunir fyrirtækja og iðnaðarins verði teknir fram fyrir velferð dýra.

Slakað á kröfum um aðbúnað dýra

Í New York Times segir að í fyrri stjórnartíð Trumps hafi reglur verið einfaldaðar um dýr í útrýmingarhættu, þannig að auðveldara hafi verið að taka dýrategundir út af listanum. Þá herti hann kröfurnar fyrir vernd dýrategunda sem stafar ógn af loftslagsáhrifum. Biden snéri þessum breytingum við í sinni stjórnartíð, en nú eru horfur á því að Trump breyti þeim á ný til fyrra horfs.

Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni og líkur séu á að hann muni stefna í breytingar í þá veru á ný. Búast megi við að slakað verði á almennum kröfum um aðbúnað dýra og eftirlit í sláturhúsum til að hraða megi á framleiðsluferlinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...