Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýjung í sjónvarpi sem boðið hefur verið upp á síðan í haust.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands, er heilinn á bak við Úrvalsdeildina í bridds, þar sem unnendur briddsíþróttarinnar hafa átt þess kost að fylgjast með sterkustu spilurum landsins etja kappi í beinni útsendingu. Hægt er að fylgjast með viðureignunum, ýmist í beinni undir hatti Rafíþrótta Símans, á Youtube eða Twitch, en margir nýta sér að skoða leikina eftir á.

Mörg „sjónvarpsaugnablik“ hafa verið í mótinu til þessa. Eitt hið örlagaríkasta var þegar Rúnar Einarsson og Guðjón Sigurjónsson í sveit Málningar melduðu sig upp í harða en fallega laufslemmu gegn sveit Grant Thornton. Við fyrstu sýn virtist sem ekkert gæti banað slemmunni, sjá stöðumynd. Þrjú grönd spiluð á hinu borðinu, 12 slagir.

En Gunnar Björn Helgason og Húsvíkingurinn Guðmundur Halldórsson voru á öðru máli.

Ef eitthvert annað útspil en tígull kemur út hjá suðri, Gunnari, liggja flest vötn til Rómar hjá sagnhafa. En Gunnar hitti á tígul út og sagnhafi setti lítið í blindum sem norður drap með ás. Eftir nokkra umhugsun komst Guðmundur Halldórsson að þeirri hárréttu niðurstöðu að eina leiðin til að spilið færi niður væri að hleypa sagnhafa „ódýrt“ inn í blindan til að framkvæma svíningu í tromplitnum. Hann spilaði tígli til baka. Sagnhafi kastaði hjartasjöunni í tígulkóng. Og nú er eðlileg spilamennska að svína strax laufi með það í huga að trompa svo spaða síðar. Enda svínaði Rúnar strax. Suður fékk því á blanka laufdrottningu. Einn niður.

Athugið að ef Guðmundur spilar laufi mun sagnhafi fyrst taka trompás með það í huga að trompa svo tígul, kasta hjarta í kónginn og vinna spilið. Ef hjarta er spilað heppnast svíningin og þá er líka tempó til að leggja niður laufás.

26 impa sveifla og Grant Thornton flaug í úrslitaleikinn. Meistarataktar.

Önnur deildin leikin í Hafnarfirði

Skemmtilegt mót er fram undan á vegum BSÍ og verður spilað í sal Bridgesambands Íslands í Hafnarfirði. Mótið kallast Önnur deildin og er opin öllum spilurum. Leikirnir verða stuttir svo allt getur gerst. Þetta er mótið sem nýliðar gætu nýtt sér til að taka fyrstu skref í keppnisbridds. Spiluð verður sveitakeppni þannig að ekki færri en fjórir eru í hverju liði. Nánari upplýsingar hjá Bridgesambandi Íslands.

Skylt efni: bridds

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...