Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Móðurskipin skella í lás
Fréttir 15. mars 2022

Móðurskipin skella í lás

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á undanförnum árum hafa ýmis málefni verið ofarlega á baugi á heimsvísu. Aukin vitund um loftslagsbreytingar, kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti og afleiðingar Covid-19 svo eitthvað sé nefnt. Í kjölfar þessara málefna hafa starfsmenn fyrirtækja víða orðið háværari en nokkru sinni um málefni er varða sinn vinnustað með það fyrir augum að betrumbæta bæði hann og umhverfið í kring. Nokkuð hefur borið á því að yngri starfsmenn láti sig meira varða málefni réttlætis þótt félagslegar og pólitískar áhyggjur dreifist jafn yfir kyn og aldur almennt og er þrýst æ oftar á yfirmenn fyrirtækja til að sýna samstöðu og lit er kemur að því að taka afstöðu til þess sem er efst á baugi hverju sinni í heiminum.

Trúverðugleiki þess er vörumerki standa fyrir

Á vefsíðu www.vougebusiness.com er nokkuð fjallað um ofangreint og meðal annars minnst á fyrirtæki Nike – þar sem í útibúi fyrirtækisins í Oregon/BNA í desember árið 2019 stóðu hundruð starfsmanna fyrir mótmælum og gengu út. Ástæða mótmælanna var sú að forsvarsmenn þeirra töldu fyrirtækið ekki hafa sýnt nægilegan skilning og stuðning við kvenkyns íþróttamenn, svo og starfsmenn, en nýverið hafði það heiðrað íþróttaþjálfarann Alberto Salazar, sem hafði áður verið ákærður fyrir andlega og líkamlega misnotkun á liðsefnum sínum. Samkvæmt fréttaritara Vouge gaf fyrirtæki Nike ekki kost á því að svara fyrir þá uppákomu.

Starfsmenn annarra þekktra fyrirtækja hafa komið, og koma að sama skapi, með athugasemdir á opinberum vettvangi er yfirmenn þeirra gefa sig út fyrir að að styðja málefni á borð við „Black Lives Matter“ eða hvað varðar hlutskipti transfólks. Eru athugasemdirnar þær efnis að starfsmenn draga í efa hvað stendur að baki stuðningi yfirmanna sinna – hvort hann sé gerður af heilum hug eða til þess eins að fyrirtækið líti út fyrir að hafa hjartað á réttum stað.

Komið hefur í ljós að sömu atriði og starfsmenn láta sig skipta máli snerta einnig við fjárfestum, sem telja starfsmenn einn mikilvægasta hagsmunahópinn er kemur að því að sýna hversu mikið traust er innan veggja hvers fyrirtækis fyrir sig. Fjárfestar hafa því æ oftar á síðastliðnum árum metið sérstaklega hæfni forsvarsmanna fyrirtækja að halda og laða að sér framúrskarandi starfsmenn – þá oftar en ekki getu þess til að laða að sér nýja viðskiptavini eða ná góðum viðskiptasamningi.

Yfirlýsingar vegna innrásar Rússa í Úkraínu

Nú vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefur nokkur þrýstingur verið frá starfsmönnum víðs vegar um heiminn á yfirmenn þeirra fyrirtækja er þeir starfa fyrir – að taka afstöðu vegna þeirra hörmunga á einn eða annan hátt. Sums staðar hafa fyrirtæki lagt til fjárupphæð til jafns við það sem starfsmenn þeirra kjósa að leggja sjálfir út, en önnur velja mun harkalegri aðferðir eins og að skella í lás á útibúum sínum.Á samfélagsmiðlum líkt og á Instagram má sjá yfirlýsingar tískufyrirtækja þess efnis, en hér eru nokkur dæmi:

Balenciaga Yfirhönnuður Balenciaga, sem ættaður er frá Sovétríkjunum, hefur haft hönd í bagga með samstarfi fyrirtækisins við The World Food Programme er kemur að því að fjármagna matargjafir til úkraínsku þjóðarinnar. Að auki hefur Balenciagaveldið tilkynnt að finna megi fréttir af ástandinu á þeirra eigin miðlum innan skamms sem þeir muni sjá um að koma í loftið.

LVMH Móðurfyrirtæki þekktra merkja – til dæmis Louis Vuitton, Dior, Givenchy og Bulgari, gefur 5 milljóna evra framlag til Alþjóða Rauða krossins auk þess fjár er safnast við fjáröflun starfmanna sinna.

Bodega Söluaðili Bodega í Boston setti á markað stuttermaboli sem hægt er að forpanta en ágóðinn mun fara beint í hendur UNICEF.

GANNI Danska tískuhúsið GANNI hefur lokað fyrir öll samskipti sín við Rússland, auk þess að gefa flóttamannaráði Danmörku álitlega fjárupphæð til styrktar þeim Úkraínumönnum er þangað leita.

MISBHV Pólska fyrirtækið MISBHV hefur staðið fyrir fjáröflun til góðgerðarmála er varða Úkraínu auk þess að bjóða úkraínskum flóttamönnum upp á starfsmöguleika innan veggja þess.

Hennes & Mauritz Verslanir HM hafa nú lokað öllum útibúum sínum
í Rússlandi tímabundið og taka þar með afstöðu í takt við fyrirtæki á sama sviði.

Zara Móðurfyrirtæki Zara, Inditex, hefur stöðvað viðskipti í Rússlandi, lokað 502 verslunum sínum og stöðvað sölu á netinu, en auk Zara á Inditex m.a. Pull&Bear og Berskha.

Tískuveldi skella í lás

Á fréttasíðu BBC kemur fram að frönsk tískustórveldi hafi stöðvað sölu á vörum sínum í Rússlandi og lokað þarlendum verslunum á meðan á átökunum stendur. Þar umræðir fyrirtæki á borð við LVMH, sem hefur lokað verslunum sínum, alls 124 talsins í landinu. Að sama skapi hefur Kering, sem er móðurskip lúxusfyrirtækja á borð við Gucci og Yves Saint Laurent, nú einnig skellt í lás verslunum sínum tveimur í Rússlandi, en þar starfa að jafnaði tæplega 200 starfsmenn. Chanel er á sama báti svo og Hermes sem hafa tilkynnt að hlé hafi verið gert á viðskiptum þeirra í Rússlandi.

Fyrirtækin fylgdu þar með í fótspor hátískufyrirtækja Úkraínu sem með lokunum mótmæltu innrás Rússa í land sitt þó hingað til hafi tískuveldi ekki mikið orðið fyrir barðinu á refsiaðgerðum vestrænna stjórnvalda. Þessi sameiginlega ákvörðun hefur nú slagorðið „choose humanity over monetary gain“ eða „veljum manneskjur fremur en fjárhagslegan ávinning“, samkvæmt framkvæmdastjóra eins tískufyrirtækjanna er átti í viðtali við fréttaritara BBC.

Öll sem eitt?

Ekki eru þó öll fyrirtæki tískunnar á þeim buxunum að loka dyrum sínum, en velja fremur að veita flóttamönnum fjárhagslegan eða andlegan stuðning. Tískuveldið Prada er eitt þeirra og kaus reyndar að veita fréttaritara BBC engar frekari upplýsingar um ákvörðun sína er forsvarsmenn fyrirtækisins voru inntir eftir því hvort áætlað væri að stöðva viðskiptin. Hjá fyrirtæki Armani er tekið í sama streng, ekki er minnst á lokun verslana en þó lýsti Giorgio Armani því yfir á nýafstaðinni tískusýningu hans í París að engin tónlist yrði spiluð undir – vegna þess að ekki væri ástæða til neinna gleðiláta. Vildi þannig sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni.

Þótt hér að ofan hafi verið greint frá sterkustu tískuveldunum, er vert að geta þess að fjöldamörg minni fyrirtæki, bæði þarlend og erlend, hafa tekið svipaðar ákvarðanir er kemur að viðskiptum innan Rússlands og við rússnesku þjóðina. Nærri má geta að samstaða þessi hafi gífurleg áhrif á viðskiptalega hagsmuni rússnesku þjóðarinnar og ætlað er að geti smitað út frá sér til annarra fyrirtækja.

Skylt efni: Rússland | tíska

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...