Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjósyndi
Bóndinn 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og fluttu þangað í júlí sama ár.

Þau eru að klára að breyta fjósinu í hesthús með inniaðstöðu og kartöflugeymlan er orðin fínasta fjárhús.

Býli:  Mjósyndi.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi í Árnessýslu.

Ábúendur: Grétar Geir Halldórs­son, Anna Linda Gunnarsdóttir og Katrín Eva Grétarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):  Við þrjú og sonardóttir okkar Grétars og Önnu, hún Gabríela Máney Gunnarsdóttir, 10 ára. Það eru þrír hundar, Brúnó, Ugla og Rösk ásamt köttunum Tófu og Nölu.

Stærð jarðar?  Um 130 hektarar.

Gerð bús? Hross og fé.

Fjöldi búfjár og tegundir? 35 hross og 34 kindur. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Grétar og Anna vinna úti frá búinu, Gabríela fer í skólann og Katrín rekur tamningastöð hér á daginn og kennir á kvöldin. Eftir vinnu er fénu sinnt og tekin staðan á útiganginum og þeim gefið eftir þörfum. Á jörðinni eru folaldsmerar, tryppi og stóðhestar, bæði frá okkur og öðrum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru engin leiðinleg verk í sveitinni en girðingavinna er ekki vinsæl. Skemmtilegustu verkin eru að sinna fénu (Anna), setja upp ljós, helst útiljós (Grétar), útreiðar á góðum hestum (Katrín og Gaby).

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, að það sé rekin tamningastöð og hrossarækt ásamt að hafa nokkrar kindur. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun og hreinleika.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrstu folöldin og lömbin fæddust hér.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...