Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjólkursamsölunni skipt í innlenda og erlenda starfsemi
Fréttir 3. nóvember 2020

Mjólkursamsölunni skipt í innlenda og erlenda starfsemi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar hafa ákveðið að skipta starfseminni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu, sem sinni annars vegar innlendri og hins vegar erlendri starfsemi.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu MS er þessi breyting nú rökrétt framhald á þeirri vegferð sem hófst um mitt ár 2018, þegar stofnað var sérstakt dótturfélag um erlenda starfsemi Mjólkursamsölunnar, Ísey útflutningur ehf. Var það gert bæði til að mæta áskilnaði í samningum ríkisins og bænda um fjárhagslegan aðskilnað innlendrar og erlendrar starfsemi, og einnig til að skerpa stjórnunarlegar áherslur og sýn á mismunandi verkefni.

Með breytingunni nú færast Ísey útflutningur og eignarhlutur í móðurfélagi Ísey Skyr Bars í félagið MS erlend starfsemi ehf. og eignarhlutur í bandaríska skyrfyrirtækinu Icelandic Provisions í félagið MS eignarhald ehf. Bæði þessi félög verða í eigu samvinnufélaganna Auðhumlu og Kaupfélags Skagfirðinga, eins og Mjólkursamsalan ehf.

Ari Edwald sem hefur verið framkvæmdastjóri Ísey útflutnings undanfarið rúmt ár, samhliða forstjórastarfi hjá Mjólkursamsölunni, mun hér eftir stýra MS erlendri starfsemi og MS eignarhaldi og alfarið sinna erlendri starfsemi.

Pálmi Vilhjálmsson, núverandi aðstoðarforstjóri, verður forstjóri Mjólkursamsölunnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...