Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mjólkursamsalan mun nota upprunamerkið á vörur sínar
Fréttir 24. nóvember 2025

Mjólkursamsalan mun nota upprunamerkið á vörur sínar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mjólkin frá Mjólkursamsölunni verður sjötta vörumerkið sem fær upprunamerkið Íslenskt staðfest á sínar umbúðir.

Til að byrja með verður mjólkin eingöngu merkt, eða frá næstu áramótum, en fleiri vörur munu svo í framhaldinu fá upprunamerkið.

Auðveldara að taka upp merkið

Íslenskt staðfest er vottað upprunamerki fyrir matvörur og blóm í eigu Bændasamtaka Íslands sem tekið var í notkun í mars árið 2022. Neytendur eiga að geta treyst því að merkið sé eingöngu notað á vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Framleiðendur ábyrgjast að hráefni sé raunverulega íslenskt, en það er Vottunarstofan Sýni sem sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið.

Herdís Magna Gunnarsdóttir Mynd / Aðsend

Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ, formaður stjórnar Íslenskt staðfest, segir að undanfarið eina og hálfa árið hafi verið nýtt til að kanna hvernig megi gera merkið aðgengilegra fyrir mögulega notendur. Við höfum átt mjög góð samtöl við framleiðendur og fengið gagnlegar ábendingar sem við höfum tekið tillit til og gert breytingar án þess að þær hafi nokkur áhrif á trúverðugleika merkisins. Skilmálar eru nú skýrari og öryggi trúnaðarupplýsinga tryggt enn betur þannig að auðveldara er fyrir notendur að taka upp merkið.“

Merki sem neytendur þekki og treysti

Innan vébanda Íslenskt staðfest eru nú Ártangi, Sólskins, Grænegg, Lambhagi og Holta. „Kostnaður við merkið hefur verið gagnrýndur og höfum við sýnt því skilning,“ segir Herdís. „Rekstur Íslenskt staðfest er ekki hagnaðardrifinn en óhjákvæmilega þarf að tryggja grunnkostnað vegna kynninga á merkinu og úttekta sem eru í höndum þriðja aðila.

Þetta er grunnurinn að því að neytendur viti fyrir hvað merkið stendur, þannig að það standi upp úr hafsjó merkingaóreiðunnar, og að Íslenskt staðfest sé merki sem neytendur þekki og treysti.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...