Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mjólkurpóstur á Laugavegi
Mynd / Myndasafn BÍ
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjónusta mjólkurpósta var alltíð hér á árum áður og segja sögur að drengir allt niður í níu ára gamlir hafi haft þann starfa. Á síðu Þjóðminjasafnsins birtast frásagnir nokkurra sem gegndu þessu hlutverki og segir einn frá því að hafa byrjað hvern morgun á að mjólka kýrnar, fylla mjólkina á glerflöskur, setja þær í ullarsokka og á klifbera á hesti. Teyma svo hestinn 5 km leið, útbýta flöskum á heimili og safna saman þeim flöskum sem tómar voru. Þetta var ærinn starfi enda gátu dagarnir verið langir.

Í heftinu Friðarboðinn og vinarkveðjur frá árinu 1941 kemur fram í bréfi Júlíusar Zoëga skálds frá Svalbarða til vinar síns, Jóhanesar Kr. Jóhannessonar skálds, trésmiðs og útgefanda fyrrnefnds tímarits að nóbelsverðlaunaskáldið okkar, Halldór Laxness, hafi nú einmitt gegnt starfi mjólkurpósts. Ekki lætur Júlíus vel af Halldóri og segir ma. „Meðal íslenskra rithöfunda virðist það nú vera í tísku, að vekja upp slíka dáindisdrauga og láta þá ganga aftur í kjólfötum 20. aldarinnar. Upphafsmaður þessarar óþjóðlegu og ókristilegu iðju er heiðinginn Halldór Kiljan Laxness, fyrverandi mjólkurpóstur ...“ Mjólkurfernurnar sem við þekkjum í dag voru svo teknar í gagnið upp úr miðri 20. öld.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...