Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls fór 92,5% af því greiðslumarki sem keypt var á síðasta markaði til Norðurlands vestra.
Alls fór 92,5% af því greiðslumarki sem keypt var á síðasta markaði til Norðurlands vestra.
Mynd / Eiliv Aceron
Fréttir 16. nóvember 2023

Mjólkurkvóti til Skagafjarðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Við niðurstöðu síðasta markaðar með greiðslumark mjólkur var töluverður mjólkurkvóti keyptur til Skagafjarðar frá öðrum landshlutum. Af þeim 1.048.500 lítrum sem viðskiptin náðu til fóru 710.000 lítrar til búa sem staðsett eru í sveitarfélaginu Skagafirði, að því er fram kemur í tölum frá matvælaráðuneytinu.

Er það um 68% af því magni sem skipti um eigendur milli áranna 2023 og 2024. Þá fóru 260.000 lítrar til Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar sem þýðir að 92,5% af greiðslumarkinu fór til Norðurlands vestra. Alls fóru 30.000 lítrar til Vesturlands og 48.500 lítrar til Suður- og Suðausturlands.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu talsins á síðasta markaði og seldu þeir 70,4% af sínu framboðna magni. Kaupendur þeirra 1.048.500 lítra voru 31 talsins. Jafnvægisverðið var 300 kr./ltr. og er andvirði viðskiptanna því 314.550.000 kr.

Að hámarki getur bú sóst eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og voru 14 kaupendur að hámarkslítrafjölda, allir á Norðvesturlandi.

Alls var 43,5% sölunnar frá búum í Eyjafirði, eða tæpir 456.000 lítrar. Býli á Suður- og Suðausturlandi seldu rúma 330 þúsund lítra.

Þrjú býli eiga yfir milljón lítra

Í ársbyrjun 2024 munu 506 bú eiga greiðslumark, þar af 26 með yfir 600.000 lítra. Þrjú bú eiga yfir milljón lítra. Býlum með greiðslumark hefur fækkað ár frá ári, árið 2000 voru þau 1.023 en árið 2017 597 talsins.

Greiðslumarkið skiptist þannig milli landshluta í ársbyrjun 2024 að 38,4% verður á Suður- og Suðausturlandi, 28,8% á Norðaustur- og Austurlandi, 18,6% á Norðurlandi vestra og 14,2% á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðvesturlandi.

Þegar skoðað er umfang greiðslumarks eftir sveitarfélögum sést að býli í Rangárþingi eystra halda um rúm tíu prósent af kvótanum. Eyjafjarðarsveit er með ríflega níu prósent en Skagafjörður tæp níu prósent.

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til mjólkurframleiðenda. Fyrir hvert ár er gefið út heildargreiðslumark, mjólkurkvóti, sem byggist á söluspám þess árs.

Árið 2024 verður heildargreiðslumarkið 151,5 milljón lítrar. Framleiðendur hafa yfir að ráða ákveðið magn greiðslumarks og geta selt mjólk á innanlandsmarkaði samkvæmt því. Bændur geta svo keypt og selt greiðslumark á miðlægum kvótamarkaði þrisvar sinnum á ári.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...