Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Gamalt og gott 22. janúar 2025

Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mjólkurflutningar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um miðja 20. öld. Ökumenn flutningabílanna lentu oft í honum kröppum þegar snjóþyngsli voru mikil um landið. Í Nýja dagblaðinu í febrúarmánuði árið 1938 segir „Yfir Hellisheiði hefir verið með öllu ófært í nokkra daga á venjulegum bifreiðum, en nokkrum mjólkurflutningum að austan hefir þó verið haldið uppi með snjóbíl og dráttarvél útbúinni með beltum á hjólum. Starfar hún á vegum Flóabúsins. En svo miklum örðugleikum eru þessar ferðir bundnar, að búast má við, að þeim verði hætt hvað úr hverju.“ Árið 1973 hófust mjólkurflutningar á tankbílum, en fram að því hafði allur flutningur á mjólk verið í mjólkurbrúsum. Varð þessi nýjung til þess að gæði mjólkurinnar héldust lengur, en á þessum tíma voru afurðastöðvar sautján talsins og kúabú vel yfir tvö þúsund. Árið 2005 sameinaðist Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsölunni í Reykjavík undir nafninu MS.

Skylt efni: gamla myndin

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...