Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólk best við þorsta
Utan úr heimi 13. október 2023

Mjólk best við þorsta

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þegar kemur að vökvajafnvægi líkamans er mjólk góður valkostur sem drykkur - jafnvel betri en vatn.

Rannsókn sem gerð var á vegum St. Andrews-háskólans í Skotlandi leiddi í ljós að það er ekki endilega vatnið sem er best fyrir vökvajafnvægið þótt það sé nokkuð gott til að koma aftur á jafnvægi í líkama sem tapað hefur vökva, hvort sem er kolsýrt eða ekki. Þetta kemur fram á heilsuvef CNN-miðilsins og segir jafnframt að drykkir sem innihaldi smáræði af sykri, fitu eða próteini viðhaldi vökvajafnvægi lengur í líkamanum en vatn.

Þetta eigi orsakir að rekja til viðbragða líkamans við drykkjum. Að hluta til sé um að ræða magn vökva í viðkomandi drykk. Því meira sem þú drekkir því hraðar fari vökvinn úr maga þínum og út í blóðrásina þar sem hann getur stutt við vökvajafnvægi. En eftir því sem þetta ferli er skjótvirkara, þess skemur helst vökvajafnvægið.

Næringarinnihald skiptir máli fyrir vökvajafnvægið

Næringarinnihald skipti einnig máli í því hversu vel drykkur bæti vökvajafnvægi. Rannsókn St. Andrews hafi leitt í ljós að mjólk hafi enn betri áhrif á vökvajafnvægi en vatn. Það sé vegna laktósans, þ.e.a.s. mjólkursykursins, próteinsins og fitunnar í mjólkinni. Allt hjálpi þetta til við að hægja á því að vökvinn fari úr maganum, sem viðhaldi vökvajafnvægi til lengri tíma en ella. Mjólk innihaldi einnig sódíum sem virki eins og svampur og haldi vökva lengur í líkamanum. Ekki kom fram í umfjöllun CNN hvort könnuð hafi verið sambærileg áhrif laktósalausrar mjólkur.

Sykurmeiri drykkir, bæði með viðbættum sykri og frá náttúrunnar hendi, svo sem ávaxtasafar og gosdrykkir, eru skv. rannsókninni ekki eins góðir fyrir vökvajafnvægi og drykkir með minna sykurinnihaldi.

Sykurríkari drykkir séu raunar lengur í maganum, en þegar vökvi með hátt sykurinnihald fari úr maganum endi hann í smágirninu til að leysa betur upp sykurinn og það hafi ekki eins góð áhrif á vökvajafnvægið.

Gott vökvajafnvægi heldur líkamanum vel smurðum

Vanti fólk vökva í líkamann er mælt með að velja alltaf vatn frekar en gos. Vatnið er líka nauðsynlegt fyrir nýrun og lifrina og hjálpar þessum líffærum að hreinsa eiturefni úr líkamanum.

Að halda góðu vökvajafnvægi í líkamanum haldi liðamótum vel smurðum, hjálpi við að forðast sýkingar og að flytja næringarefni til fruma líkamans.

Hversu góðu vökvajafnvægi tiltekinn drykkur kemur á skipti þó líklega ekki höfuðmáli fyrir fólk nema þá helst í aðstæðum þar sem um mikið vökvatap er að ræða, eins og t.d. við íþróttaiðkun.

Skylt efni: Mjólk

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...