Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Missti viðurkenningu sem safn en er nú komið aftur á listann
Fréttir 21. júlí 2014

Missti viðurkenningu sem safn en er nú komið aftur á listann

Höfundur: Hörður

Með nýjum lögum um söfn og nýjum viðmiðunarreglum Safnaráðs um síðustu fékkst ekki viðurkenning fyrir því að Sauðfjársetrið á Ströndum ætti rétt á að fá styrki úr Safnasjóði eins og verið hefur undanfarin ár. Olli þetta mikilli óvissu um frekari uppbyggingu og fjármögnun safnsins en nú hefur þessu þó að nokkru leyti verið kippt í liðinn.

Ester Sigfúsdóttir, framkvæmda­stjóri Sauðfjárseturs á Ströndum sem starfrækt er í Sævangi í Steingrímsfirði, segir að nú í byrjun júlí hafi hún fengið bréf frá safnasjóði þar sem Sauðfjársetrið er samþykkt sem safn.

„Við vitum þó ekki hvernig er með styrk á þessu ári, en staðan er þó allt önnur varðandi framhaldið en útlit var fyrir,“ segir Ester. „Þetta hefði orðið gífurlega erfitt ef við hefðum ekki fengið þetta samþykki.“

Opnað 2002

Sauðfjársetrið á Ströndum hefur verið starfrækt frá 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð í Strandabyggð. Um er að ræða safn og menningarstofnun sem hefur allt frá upphafi haft á stefnuskrá sinni að setja svip á mannlíf og menningu i héraðinu og kynna á jákvæðan og lifandi hátt sambúð íslensku þjóðarinnar, lands og sauðkindar. Fastasýning safnsins ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar og er þar sagt frá sauðfjárbúskap í máli og myndum. Reglulega hafa verið settar upp sérsýningar um sögutengd eða listræn efni og haldin námskeið, fróðleiksfundir, veislur og skemmtanir. Áhersla er lögð á að miðla jákvæðri mynd af sauðfjárbúskapnum í landinu og daglegu lífi í dreifbýli. Myndum og munum er safnað markvisst og unnið að forvörslu, skráningu og miðlun.

Ágæt aðsóknog margháttaðir viðburðir

Erna segir að ágæt aðsókn hafi verið að safninu í Sævangi í sumar. Venjan sé sú að framan af sumri sé meirihluti gesta útlendingar en síðan fari Íslendingar að skila sér meira þegar líði á sumarið.


„Við erum alltaf með fasta sýningu og síðan erum við með sýningar á sviðinu sem skipt er út reglulega. Nú erum við með sýningu um álagabletti á Ströndum sem vakið hefur töluverða athygli. Þá erum við með sérherbergi þar sem við erum með sýningu um Þorstein Magnússon, mikinn hagleiksmann sem bjó á Hólmavík. Sú sýning hefur verið í gangi í tvö sumur. Við stefnum á það síðar í sumar að skipta henni út fyrir aðra sýningu þar sem áherslan verður lögð á starf ráðunautanna með Brynjólf Sæmundsson ráðunaut í forgrunni.

Við vorum með Furðuleikana 30. júní, sem voru mjög vel sóttir. Þetta er stærsti viðburður safnsins í sumar ásamt hrútadómunum sem verða 16. ágúst, sem er reyndar langstærsti viðburðurinn,“ segir Ester.

Þar er reyndar um að ræða Íslandsmeistaramót í hrútadómum, þar sem vanir og óvanir hrútaþuklarar munu spreyta sig á að raða vænum Strandahrútum í rétta röð eftir gæðum. Fá sigurvegararnir síðan vegleg verðlaun. Þar verða einnig ýmis skemmtiatriði og óstjórnlegt fjör, að því er fram kemur í kynningu á þeim viðburði.

Þá er gert ýmislegt fleira til skemmtunar að sögn Esterar. Þannig var haldið svokallað Kaffi-Quest á dögunum, sem var opið öllum aldurshópum.

„Þetta lífgar gífurlega upp á mannlífið á Ströndum og við höldum uppi margs konar starfsemi allt árið. Við erum með sviðaveislu á haustin og yfir vetrartímann erum við með fyrirlestra, kaffikvöld, spilakvöld og ýmislegt fleira. Enda fengum við á síðasta ári menningarverðlaun Strandabyggðar.“

Miklar endurbætur

Fjárhagsleg staða safnsins er ekki slæm því það er nær skuldlaust og er markmiðið að halda þeirri stöðu áfram. Starfsmannafjöldi er svo sem ekki mikill því framkvæmdastjórinn er einungis í 50% starfi en fleiri starfsmenn hafa þó verið ráðnir yfir sumartímann. Á síðustu tveim árum hefur þó þurft að leggja í mikinn kostnað til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til safna. Hefur m.a. verið skipt um þakjárn á húsinu Sævangi, sem safnið á að tveim þriðju hlutum. Þá var skipt um stærstu gluggana og sett upp öryggiskerfi í samvinnu við Securitas. Áfram er fyrirhugað að vinna að endurbótum á húsinu. Segir Ester að því verði haldið áfram þó að nokkur óvissa sé um fjármögnunina út þetta ár, en styrkur ætti í það minnsta að fást fyrir næsta ár. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...