Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Finnskar kýr á beit.
Finnskar kýr á beit.
Mynd / Jamo Images
Utan úr heimi 28. mars 2023

Minnka skaða rops

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Finnska mjólkursamlagið Valio og rannsóknamiðstöð Finnlands, VTT, hafa farið af stað í tilraunaverkefni styrkt af ESB með það markmið að umbreyta metani við fjós í koltvísýring.

Helming sótspors mjólkurframleiðslu má rekja til metanríks rops nautgripa eða metans frá haughúsum.

Báðar þessar lofttegundir teljast til gróðurhúsalofttegunda, en metan hefur til skamms tíma 28 sinnum meiri áhrif til hlýnunar jarðar en koltvísýringurinn. Í andrúmsloftinu brotnar metan niður á tíu til tólf árum, en tæknin sem er til skoðunar flýtir því ferli. Innan Evrópusambandsins ber landbúnaður ábyrgð á tíu prósent losunar. Af sótspori landbúnaðarins í heild má rekja 43 prósent til ropans sem myndast við meltingu jórturdýra. Frá þessu er greint á heimasíðu VTT. 

Tæknin sem verið er að skoða byggir á plasma, eða rafgasi, sem getur skilið metan í frumeindir sínar, sem eru vetni og kol. Við það verður til önnur gróðurhúsategund, koltvísýringur, sem þrátt fyrir að vera skaðleg, hefur mun minni áhrif til loftslagsbreytinga samanborið við metan. Rafgas myndast þegar rafeindirnar í lofttegund ná ákveðnu hitastigi. Rafgas finnst meðal annars í norðurljósum og flúrperum.

Plasmabúnaðinum er komið fyrir utan við gripahúsin og á að geta umbreytt 90 prósent metansins í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Tæknin er talin geta minnkað losun mjólkurframleiðslu um 30 til 40 prósent. ESB stefnir að kolefnishlutlausum landbúnaði árið 2035 og eru forsvarsmenn verkefnisins bjartsýnir á að þetta sé ein lausn af mörgum í þá átt.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...