Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mynd 1: Grænmeti er geymt í stórum viðarkössum.
Mynd 1: Grænmeti er geymt í stórum viðarkössum.
Á faglegum nótum 25. október 2023

Minni notkun á CO2 í lífrænni grænmetisframleiðslu

Höfundur: Christina Stadler, lektor hjá LbhÍ.

Vorið 2023 sótti höfundur lífræna ráðstefnu í Sviss. Þar var m.a. farið í vettvangsferð til Rathgeb BioLog Ag í Unterstammheim.

Christina Stadler.

Fyrirtæki Rathgeb hefur vaxið stöðugt og er stærsti lífræni grænmetisframleiðandi í Austur- Sviss. Auk grænmetis sem þau eru að rækta sjálf, eru þau að fá grænmeti frá mörgum lífrænum garðyrkjustöðvum. Samtals er grænmeti ræktað á 400 ha í útirækt og 15 ha í gróðurhúsum. Ræktaðar eru um 70 mismunandi grænmetis- og berjategundir yfir sumarið og um 30 mismunandi grænmetistegundir yfir veturinn. Mest ræktaða grænmetið varðandi flatarmál og magn eru gulrætur og kartöflur. Einnig er ræktað í miklu magni blómkál, spergilkál, kínakál, fennika, kúrbítur, salat og vorsalat og í gróðurhúsum mikið af vorsalati, blaðsalati, klettasalati, hnúðkáli, tómötum, papriku, eggaldin og agúrkum. Fyrirtækið er einnig með eigin geymslu-, pökkunar- og flutningastarfsemi (mynd 1). Um 300 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, á ökrum, í gróðurhúsum, á lager, við pökkun, flutninga, sölu og umsýslu. Um 2/3 hluti af vörum eru afhentar til matvöruverslana Coop og Migros, en afgangurinn fer til söluaðila.

Farið var í pökkunaraðstöðu, þar sem sýnt var hvernig grænmetið er unnið þegar það kemur af ökrunum eða
af lagernum (mynd 2 og 3). Kartöflur, gulrætur og svo framvegis verður þvegið, flokkað og pakkað og svo fært yfir í dreifingaraðstöðu þar sem markaðssetning fer fram (mynd 4).

Mynd 2: Vinnslusvæði fyrir flokkun á kartöflum.

Mynd 3: Vinnslusvæði fyrir flokkun á gulrótum.

Mynd 4: Grænmetið tilbúið fyrir sölu.

Fyrirtækið er einnig með sína eigin skólphreinsistöð: Vatnið sem notað var fyrir þvott á grænmeti (150-200 m3 vatn/dag) er hreinsað með settanki og reykhreinsitanki til að hægt sé að veita því í þorpslækinn. Um 900.000 kWh sólarorka er framleidd af 5.700 m2 ljósvakakerfi. Þetta samsvarar um það bil árlegri neyslu 225 heimila í Zürich. Gróðurhúsin eru hituð með viðarhitun. Þar með er hægt að spara árlega um 2800 t CO2.

Eftir þessi heimsókn var haldið áfram til AgroCO2ncept í Flaach. Samtökin AgroCO2ncept eru upprunnin að frumkvæði bænda frá vínhéraðinu Zürich. Þar hafa 23 bændur sett sér það markmið að innleiða loftslagsvænan og auðlindahagkvæman landbúnað. Bændurnir vilja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á bæjum sínum og nýta reynslu sína til að leggja sitt af mörkum til svissneskrar loftslagsverndar.

Nánar tiltekið ætti að draga úr losun CO2 um 20% með því að spara auðlindir, geyma kolefni og framleiða endurnýjanlega orku.

Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður minnki um 20% vegna samlegðaráhrifa, meiri hagkvæmni og lægri kostnaðar. Stefnt er á 20% meiri verðmætasköpun á bæ, t.d. með því að markaðssetja sjálfbærni við sölu á vörum og öðlast viðurkenningu meðal íbúa. Til að ná þessum markmiðum var búin til skrá yfir ráðstafanir fyrir hagnýta loftslagsvernd á þessum AgroCO2ncept bæjum. Í skránni eru samtals 39 aðgerðir og eru þær á eftirtöldum sviðum: jarðrækt, búfjárrækt, orku- og auðlindanýtingu, auk aðgerða um rekstur. Meðal annars er fjallað um lífkol (biochar).

Í framhaldi var okkur kynnt framleiðsla á lífkolum.

Viðarflögurnar verðar þurrkaðar með afgangshita (mynd 5). Fullsjálfvirkt kerfi frá Biomacon Rehburg DE framleiðir með hitasundrun (hitastigið á milli 400- 700°C og án súrefnis) eitt tonn af lífkoli úr viðarflögum (mynd 6). Kerfið er rekið með sólarorku frá þaki. Lífkol er selt í stórum pokum og er notað í landbúnaði og í garðyrkju (mynd 7). Lífkol getur bætt vatns- og næringarefnageymslugetu jarðvegsins og bindur á hvert tonn 2,7 t af CO2. Það dregur einnig úr losun nituroxíðs og metans. Lífkol er líka áhugavert fyrir búfjárhald því það getur bundið eiturefni og bætt meltinguna.

Mynd 5: Þurrkun á viðarflögum.

Mynd 6: Hitasundrun á viðarflögum

Mynd 7: Lífkol tilbúin fyrir notkun.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...