Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Dýravelferð í fararbroddi eða orðrómur án innihalds
Á faglegum nótum 22. júlí 2025

Dýravelferð í fararbroddi eða orðrómur án innihalds

Höfundur: Þóra Hlín Friðriksdóttir, stjórnarmeðlimur Dýraverndarsambands Íslands.

Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé framarlega í dýravelferð en því miður er það ekki raunin.

Gildandi reglugerðir eru oft gamaldags og óskýrar og veita dýrum litla vernd í raun. Ofan á það bætist að eftirlit er of veikt og reglum illa framfylgt, eins og við hjá Dýraverndarsambandi Íslands þreytumst ekki á að benda á. Þetta á allt sérstaklega við í verksmiðjubúum þar sem hagsmunir markaðarins virðast vega þyngra en velferð dýranna.

Svín í slæmri stöðu

Skoðum stöðuna hjá svínum. Þessi forvitnu og gáfuðu dýr þurfa umhverfi sem kemur til móts við þeirra náttúrulega atferli, þau þurfa pláss til að hreyfa sig og hafa nóg að gera ásamt náttúrulegri dagsbirtu hluta dags. Slíkan aðbúnað fá þau sjaldnast. Núverandi reglur leyfa að halda þeim inni á steyptum gólfum eða rimlagólfum og þeim gert að aðlagast þrengslum og ónáttúrulegum aðstæðum. Þrátt fyrir að óheimilt sé að klippa tennur og hala svína, þá er algengt að það sé gert þar sem það er metið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að þau bregðist við aðstæðum með því að bíta í hala og eyru hvert annars. Það gera þau vegna þrengsla og leiða, en dýrin hafa yfirleitt ekkert við að vera. Hali grísanna er jafnvel klipptur af án deyfingar þrátt fyrir að það stangist á við reglur.

Þessi aðbúnaður stenst varla lög um velferð dýra, en eftirlit er bágborið og stjórnvöld grípa ekki inn í aðstæður.

Samkeppni um hillupláss

Þegar kallað er eftir auknum kröfum til dýravelferðar er því stundum borið við að ekki megi ganga of langt hérlendis þar sem Ísland sé í samkeppni við ríki þar sem kröfurnar eru lakari. Þó að staðan sé ekki nógu góð hér á landi, þá er hún sannarlega verri víða annars staðar, en ætlum við virkilega að keppa niður á við í velferð dýra til að komast í verslanir?

Iðnvædd matvælaframleiðsla hefur á síðustu áratugum í of miklum mæli haldið verði á matvöru niðri með því að láta dýrin bera kostnaðinn í formi verri aðbúnaðar. Þannig á markaðurinn ekki að virka, heldur verðum við að gera kröfu um að sjónarmið dýravelferðar séu alltaf hluti af því sem tekið er tillit til. Samhliða því að gera kröfur um bættan aðbúnað dýra á Íslandi hljótum við að vilja setja skýr viðmið um það hvaða kröfur um velferð innfluttar dýraafurðir þurfa að uppfylla.

Reglugerðir sem breytast lítið og framlengt fyrir svínaiðnaðinn

Ákvæði um pláss fyrir svín hefur lítið breyst í yfir 20 ár og í mörgum tilfellum eru þau miðuð við hámarksnýtingu fremur en þörf dýrsins til að þrífast og líða vel.

Þetta stenst ekki siðferðilega skoðun.

Í lögum um velferð dýra kemur fram í markmiðum laganna að dýr skuli ekki líða þjáningar og að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.

Það er gjarnan skrifað í lög og reglugerðir að dýrum skuli tryggð velferð og náttúruleg hegðun, en þegar raunverulegur aðbúnaður er skoðaður, lokaðir básar, engin dagsbirta eða hálmur til að róta í, sést að brotið er á réttindum svína þar sem þessi orð eru fagurgali ef ekki fylgir eftirlit og vilji til úrbóta.

Fyrir rúmlega 10 árum var sett reglugerð um velferð svína á Íslandi. Þar eru gerðar skýrar kröfur á úrbætur á aðbúnaði og bændur fengu rúman aðlögunartíma til að koma búum sínum í samræmi við lágmarksviðmið um velferð. Nú er árið 2025 og 10 ára frestur er liðinn. Ef Ísland vill í alvöru vera í fararbroddi í dýravelferð, þá þarf ekki fleiri yfirlýsingar heldur nýja sýn, ný lög og raunverulega framkvæmd.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...