Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Minni framleiðsla – fleira fólk
Á faglegum nótum 17. júlí 2025

Minni framleiðsla – fleira fólk

Höfundur: Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur - sjálfbærni og greiningar hjá BÍ.

Eins og frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands kom inná í ræðu sinni á síðasta Búnaðarþingi þá gegna bændur þessa lands mikilvægu hlutverki. Í heimi þar sem mannfjöldi eykst hratt og hnattrænar áskoranir eins og loftslagsbreytingar, óstöðugleiki á matvælamörkuðum og samkeppni um auðlindir er meiri en nokkru sinni áður verður sjálfbær og örugg matvælaframleiðsla sífellt mikilvægari. Það hefur oft í mannkynssögunni unnið með okkur Íslendingum að vera landfræðilega afskekkt, en þegar kemur að því að vera sjálfbær þá þurfum við að hafa aðeins meira fyrir hlutunum en margar af okkar nágrannaþjóðum.

Aukin innlend landbúnaðarframleiðsla: Lykill að fæðuöryggi og loftslagsábyrgð

Í heimi þar sem mannfjöldi eykst hratt og alþjóðleg óvissa er orðin ríkjandi þáttur í aðfangakeðjum í landbúnaði, verður mikilvægi sjálfbærrar og öruggrar innlendrar matvælaframleiðslu sífellt brýnna. Það er því miður staðreynd að hlutfall innlendrar landbúnaðarframleiðslu af heildarneyslu hefur ekki haldið í við fjölgun þjóðarinnar. Þetta er hættumerki enda er hærra hlutfall innlendrar landbúnaðarframleiðslu ekki aðeins spurning um hagfræði — heldur er það stórt þjóðaröryggismál. Í því ljósi er Loftslagsvegvísir bænda, samþykktur af Bændasamtökum Íslands, lykilskjal sem tengir loftslagsábyrgð beint við sjálfbæra matvælaframleiðslu framtíðar. Innlend matvælaframleiðsla dregur úr viðkvæmni fyrir ytri áföllum og styður við sjálfbæra þróun. Slík sjálfbær framleiðsla gefur stjórnvöldum meira svigrúm til að bregðast við kreppum, náttúruhamförum og markaðssveiflum. Íslensk framleiðsla tryggir einnig betri rekjanleika, gæði og öryggi matvæla, sem er sérstaklega mikilvægt þegar talað er um heilsu og vellíðan komandi kynslóða.

Mannfjöldaspár kalla á framsýna nálgun á innlenda framleiðslu

Mannfjöldi á heimsvísu er í kringum 8,2 milljarðar í dag en áætlanir alþjóðastofnana gera ráð fyrir að sú tala verði komin í um 9,7 milljarða árið 2050. Heimurinn stendur því frammi fyrir stórri áskorun sem er að fæða alla þessa auka munna. Öllum má því vera ljóst að samkeppni um matvæli á eftir að aukast verulega á næstu árum og leita þarf nýrra leiða við að tryggja nægjanlega framleiðslugetu. Markmið Bændasamtaka Íslands með samþykkt Loftslagsvegvísis bænda er að taka með markvissum hætti þátt í loftslagsaðgerðum, þar sem meginmarkmiðið er að framleiða loftslagsvænustu afurðir í heimi án þess að ógna fæðuöryggi eða afkomu bænda.

Vegvísirinn byggir þannig á því meginviðfangsefni að draga úr losun á hverja framleidda matvælaeiningu (t.d. lítra mjólkur, kíló kjöts) en ekki því að draga úr heildarframleiðslu. Þannig má tryggja að framleiðsla landbúnaðarafurða sé sjálfbær og að Íslendingar hafi áfram aðgengi að hágæða fæðu, á sama tíma og unnið er markvisst að loftslagsmarkmiðum Íslands.

Aukum hlutfall innlendrar framleiðslu

Aukin innlend framleiðsla sty rkir byggðir, skapar störf og stuðlar að aukinni verðmætasköpun innanlands. Þekking, nýsköpun og tækniþróun á sviði landbúnaðar getur því áfram verið drifkraftur í sveitum landsins. Á sama tíma er innlend landbúnaðarframleiðsla verðmætasköpun sem eykur sjálfstæði og efnahagslegt öryggi þjóðarinnar. Við erum öll úr sömu sveit.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...