Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús
Fréttir 2. desember 2014

Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýraverndunarsamtök í Bretlandi áætla að hátt í 43 milljón búfjár drepist þar á ári hverju vegna elda, flóða, sjúkdóma, vanrækslu eða verði fyrir bíl.

Engar opinberar tölur eru til um dauða búfjár sem ekki fara í sláturhús þar sem bændur eru ekki skyldugir að tilkynna dauða gripa nema þeir drepist af völdum sjúkdóma.

Tölur um sláturdýr í Bretlandi segja að tæplega 990 milljónum hafi verið slátrað árið 2013. 2,6 milljónum nautgripa, 10,3 milljónum svína, 14,5 milljón sauðfé, 17,5 milljón kalkúnum og 945 milljón hænsnum.

Samkvæmt áætlun dýraverndunarsamtakanna skiptist „ótímabær“ dauði búfjár þannig milli tegunda 250 þúsund nautgripir, 750 þúsund svín, 750 þúsund kalkúnar, 2,5 milljónir sauðfjár, 38 milljónir hænsna og 600 þúsund kanínur, endur og gæsir.

Dæmi um það sem kalla má ótímabæran dauða húsdýra er þegar 700 þúsund hænur drukknuðu á býli Linconskíri í desember á síðasta ári og 2000 brunnu inn á þegar svínabú á svipuðum slóðum brann til kaldra kola.

Eins og gefur að skilja er fjárhagstjón vegna þessa gríðarlegt auk þess sem lækka mætti matarverð væri gripanna gæt betur.
 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...