Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn
Gamalt og gott 22. maí 2014

Miklum vandkvæðum háð að fá þýsku- og frönskumælandi leiðsögumenn

Höfundur: Sigurdór Sigurdórsson

Í Bændablaðinu árið 2008 er rætt við Arinbjörn Jóhannsson, bónda í Brekkulæk í Miðfirði, sem rekur þar ferðaþjónustu. 

Hann býður upp á bæði hestaferðir og gönguferðir. Hann segist vera í stökustu vandræðum með að fá þýskumælandi leiðsögumenn og segir aðra ferðaþjónustubændur einnig vera í vandræðum með að fá þýsku- og  frönskumælandi leiðsögumenn. Arinbjörn segir, að eftirspurnin sé mest eftir fólki sem tali þessi tvö tungumál og þekki Ísland vel. Þótt einhverjir gestanna kunni hrafl í ensku gangi ekki að vera bara með enskumælandi leiðsögumenn og sjálfur hafi hann alltaf gefið sig út fyrir að bjóða þýskumælandi leiðsögumenn.

Enskan ein

Arinbjörn segist hafa sett sig í samband við leiðsögumannaskólann, þar sem m.a. er kennd svokölluð gönguleiðsögn, en þar sé enga þýskumælandi manneskju að fá. Fólk kemst í gegnum skólann þótt það kunni bara ensku, auk íslenskunnar, og það er nóg af enskumælandi leiðsögumönnum. Hjá þessum hópum eru þýska og franska aðal tungumálin.


„Þeir sem fara héðan frá mér í lengri gönguferðirnar eru einkum Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar, Svisslendingar og Austurríkismenn,“ segir Arinbjörn.

Hann segir ekki til neins að leita til Þýskalands eftir leiðsögumönnum, því enda þótt þeir tali málið reiprennandi viti þeir ekkert um Ísland og rati ekki einu sinni leiðina, sem farin er. Arinbjörn segist frekar munu aflýsa ferðunum en vera með erlenda leiðsögumenn, sem ekki þekki landið.

Margir kvarta

Hann segir hafa sloppið nokkuð vel undanfarin ár, en svo hafi kvarnast úr hópnum þannig að hann hafi ekki lent í erfiðleikum með að fá leiðsögumenn fyrr en nú. Hann segist aftur á móti hafa heyrt ferðabændur kvarta yfir skorti á leiðsögumönnum undanfarin ár. Arinbjörn segist enn ekki hafa auglýst eftir leiðsögumönnum, en hafa talað við alla þá, sem hugsanlega gætu útvegað  útivistarfólk til leiðsögumannastarfa.

„Ef ekki rætist úr þessu hjá mér sé ég fram á að þurfa að aflýsa einhverjum ferðum í sumar,“ segir Arinbjörn Jóhannsson.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...