Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hátæknilegur velbúnaður léttir störfin hjá plöntuerfðafræðingunum.
Hátæknilegur velbúnaður léttir störfin hjá plöntuerfðafræðingunum.
Mynd / Lantmännen
Fréttir 28. nóvember 2025

Miklar tækniframfarir í plöntukynbótum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ný aðstaða og tækni Lantmännen í Svíþjóð við plöntukynbætur tryggir mun meiri framfarir þegar ný yrki fóðurjurta eru sett á markað. Plöntukynbætur Íslendinga hafa um langt árabil verið unnar í samstarfi við Lantmännen.

Lengst af hefur samvinnan snúið að þróun á byggi, en nýlega hófust kynbætur á hveiti samkvæmt íslenskri forskrift. Lantmännen er jafnframt með aðstöðu til að þróa og rannsaka túngrös, baunir og aðrar fóðurjurtir. Nauðsynlegt er að rækta stöðugt ný yrki til þess að bregðast við breytingum í sjúkdómaálagi og hnattrænni hlýnun.

Desirée Börjesdotter

Desirée Börjesdotter, framkvæmdastjóri plöntukynbóta hjá Lantmännen, segir fyrirtækið sem hún starfar hjá vinna markvisst að því að vera með eins góðan aðbúnað til plöntukynbóta og tæknin býður upp á. „Rannsóknir og þróun á þessu sviði gengur afar hratt,“ segir Desirée.

Tæknileg plöntuhvelfing

„Árið 2022 tókum við í notkun aðstöðu sem sameinar hefðbundnar kynbætur við hraðvirkar kynbætur. Þetta erum við með í plöntuhvelfingum sem við getum ræktað í allan ársins hring. Þær gefa okkur möguleika á að vera með allt að fjórar kynslóðir af byggplöntum á ári við stýrðar aðstæður, á meðan í hefðbundnum gróðurhúsum getur verið of kalt og dimmt á veturna og of heitt á sumrin,“ segir Desirée.

„Hefðbundnar plöntukynbætur ganga út á að víxla saman tveimur foreldraplöntum með eftirsótta eiginleika og sameina þær. Önnur gefur kannski af sér mikla uppskeru á meðan hin hentar vel til baksturs.

Eftir það tekur við val á góðum afkvæmum með erfðamengisúrvali, en við getum reiknað út kynbótamat mjög snemma með því að framkvæma DNA-raðgreiningu. Við leitum til dæmis að stökum erfðamörkum sem gefa gott viðnám við myglu. Svo eru aðrir hlutir í plöntunum sem er stjórnað af genamynstri sem við leitum að, eins og vetrarþol, eiginleikar til baksturs eða hversu góð plantan er til fóðurs. Út frá þessum greiningum gerum við spá um eiginleika plöntunnar og getum við valið þá einstaklinga sem við viljum rækta frekar.“

200 af 20 þúsund plöntum áfram

Við erum með níu gróðurhvelfingar og í hverri erum við með 20 þúsund plöntur,“ segir Desirée. Plöntuhvelfingarnar níu eru eins og gróðurhús, nema ekki úr gleri. Hver hvelfing er í kringum 40 fermetrar og eru vélmenni notuð til að létta undir við sýnatöku. Með erfðamengisúrvali er hægt að skima fyrir eftirsóttum eiginleikum og vinsa út þann efnivið sem uppfyllir ekki ýtrustu kröfur.

„Eftir sýnatöku og greiningu munu um 200 plöntur úr hveri hvelfingu halda áfram á næsta stig. Því má segja að við séum með mjög strangt úrval og getum við mjög snemma í ferlinu ákveðið að henda 19.800 einstökum plöntum. Það sparar bæði fyrirhöfn og peninga.“

Betri niðurstaða á jafn löngum tíma

Desirée segir að með þessari nýju aðferð við plöntukynbætur sé ferlið ekki endilega styttra við þróun nýrra yrkja. „Það er vegna þess að við þurfum að framkvæma prófanir á kynbótaefniviðnum við raunverulegar aðstæður. Fyrstu kynslóðirnar prufum við hérna í Svaölv og þegar við höfum byggt upp stærri fræforða getum við prufað efniviðinn víðar í Svíþjóð og annars staðar við Eystrasaltið. Ferlið tekur jafnlangan tíma og áður, en framfarirnar eru meiri þegar nýtt yrki er sett á markað.“

Þegar kemur að byggi megi gera ráð fyrir að hægt sé að koma nýju yrki á markað um átta til tíu árum eftir að vinna við þróun þess hefst. Þá tekur nokkur ár að skala upp framleiðslu og koma afurðinni á markað. Desirée segir Lantmännen stöðugt vera að vinna í kynbótum og því séu ný yrki kynnt á hverju ári á ólíkum markaðssvæðum og af mismunandi tegundum.

Plöntukynbætur Lantmännen fara fram í Svalöv á Skáni í Svíþjóð, en það er um 4.000 manna bær í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Lundi. Jarðræktarmiðstöð Lantmännen í Svalöv á sögu sína að rekja til ársins 1886. Þar starfa um 80 manns við plöntukynbætur og er hún einn stærsti vinnuveitandinn í bænum. Lantmännen er samvinnufélag í eigu sænskra bænda.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...