Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fréttir 6. apríl 2020

Miklar skemmdir hjá Garðyrkjuskólanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar skemmdir urðu á garðskála Garðyrkjuskólans á Reykjum í óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, segir að skemmdir á þaki gróðurskálans sem er miðja skólans séu miklar. „Skemmdirnar eru meiri en við höfum séð í svona foki áður, ekki síst vegna þess að við höfum ekki lent í þessu á þessum tíma áður.“

Plastveggur sem snýr að matsal skólana fauk inn og hangir niður og inn í skálann.

Viðkvæmur gróður í hættu

„Í skálanum er mikið af viðkvæmum plöntum, eins og plómur, ferskjur og eplatré og annarskonar gróður sem er í blóma núna og því viðkvæmur og gæti hafa skemmst vegna kulda,“ segir Guðríður.

Eftir óveðrið kom rigning og hláka og vonandi hefur það bjargað eitthvað af gróðrinum.

Mánuður þar til endurnýja átti þakið

„Meðal þess sem skemmdist er plastveggur sem snýr að matsal skólans en hann fauk inn og hangir niður og inn í skálann.“

Guðríður segir að plastið í skálanum sé hálfgerður bútasaumur og beri þess merki að bætt hafi verið í skemmdir eftir þörfum. „Hugmyndin var að fara í framkvæmdir við þakið nú í vor. Eftir margra ára baráttu við að fá fjármagn í verkið fékkst það loksins í gegn fyrir um þremur árum síðan. Skemmdirnar núna eru það miklar að nú erum við að skoða það að flýta endurbyggingu skálans, í stað þess að fara í enn einn bútasauminn. 

Einnig urðu talsverðar skemmdir á blómaskeytingastofu skólans vegna þess að hurðin á henni fauk upp og snjó skóf inn.“

Mikið af snjó skóf inn í blómaskreytingastofu skólans.

Milljóna tjón
„Mig minnir að þegar fauk hjá okkur fyrir jól hafi reikningurinn verið rúmar tvær milljónir og áætla má að viðgerðir á núverandi skemmdum gætu kostað á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Það er því vonandi hægt að fara bara strax í fyrirhugaða endurbyggingu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá garðyrkjuskólanum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...