Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikilvægustu kosningamál bænda
Mynd / aðsendar
Líf og starf 6. nóvember 2024

Mikilvægustu kosningamál bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þegar líður að kosningum skiptir máli að vita hvaða málefni brenna á bændum. Bændablaðið fékk álitsgjafa úr þeirri starfsstétt til að svara eftirfarandi spurningu: Hvaða málefni skipta þig sem bónda mestu máli þegar þú ákveður hvaða stjórnmálaflokk þú ætlar að kjósa?

„Það skiptir máli að kjósa einhvern sem veit um hvað landbúnaðurinn snýst. Umhverfismál og náttúruvernd skipta líka máli,“ segir Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, bóndi í Miðdal í Kjós.

„Það er verðbólgan og öll aðfangaverð, tekjurnar og afurðaverðið og ekki síst þessir svakalegu vextir. Mér finnst þetta grunnurinn að þessum rekstri okkar,“ segir Guðmundur Grétar Guðmundsson, bóndi í Múla í Dýrafirði.

„Lykilspurningin er: Á að vera landbúnaður á Íslandi? Við skulum vona að þeir segi já og þá vil ég kannski spyrja hvers konar landbúnaður. Þá er spurningin líka hvernig við getum lifað mannsæmandi lífi af landbúnaði. Það þarf að gera nýja búvörusamninga og þá eru þetta allt saman lykilatriði í því samhengi, en svo það komi fram hefur stuðningur við hvern framleiddan mjólkurlítra minnkað um 43 prósent síðan 2003. Ef þeir segja nei, þá vil ég bara vita það svo við getum pakkað saman,“ segir Laufey Bjarnadóttir, bóndi á Stakkhamri í Miklaholtshreppi.

„Maður er mest með það í huga hverjir muni helst vinna landsbyggðinni gagn. Það er ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað stendur upp úr í gegnum fagurgalann allan. Það er margt sem hjálpast að – samgöngur, orkuverð, orkuframleiðsla og fleira,“ segir Hávar Örn Sigtryggsson, bóndi í Hriflu í Þingeyjarsveit.

„Evrópusambandið, svo maður verði alveg rosalega róttækur. Við erum að fara eftir öllum Evrópusambandsreglugerðum nú þegar. Við erum örþjóð í landbúnaði og getum unnið eftir því sem aðrir eru að gera svo að sykurpúðarnir í Sjálfstæðisflokknum ráði ekki peningaflæðinu og hagstjórninni,“ segir Guðmundur Geir Jónsson, bóndi í Stærri-Árskógi í Dalvíkurbyggð.

„Ég kýs þá sem hafa trúverðug áform um að tryggja rekstrargrundvöll grunnframleiðslu í landinu. Það þýðir bæði frumframleiðsluna og úrvinnslugeira landbúnaðarafurðanna. Ég vel þá sem eru tilbúnir til að viðhalda raunverulegum tollum á innfluttar landbúnaðarafurðir,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi í Holti í Þistilfirði.

„Ég myndi segja að það væri hvernig flokkarnir ætla að sjá til þess að við tryggjum matvælaframleiðslu í landinu og að landbúnaðurinn sé samkeppnisfær um fólk til þess að stunda þessa framleiðslu miðað við aðrar starfsgreinar,“ segir Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Hornafirði.

„Það er vaxtastigið sem étur upp allt hjá öllum og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Það kemur enginn annar banki hingað af því að hér er einhver gjaldmiðill sem enginn þekkir og ekki nema sirka 250.000 skattgreiðendur,“ segir Jón Marteinn Finnbogason, bóndi í Minni-Mástungu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

„Það þarf að verja Ísland í heild sinni. Stoppa sölu á jörðum til útlendinga og stoppa sölu á vatni, það verður okkar olía í framtíðinni. Ég mun styðja þann flokk sem stoppar þessa vitleysu af. Mér er alveg sama hvað sá flokkur heitir,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungum.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...