Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Mikilvægt að gera athugasemdir sem fyrst
Fréttir 17. júlí 2014

Mikilvægt að gera athugasemdir sem fyrst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu verða þeir sem æskja þess að halda áfram þátttöku í gæðastýringunni að endurnýja allar landbótaáætlanir fyrir lok þessa árs. Landgræðsla ríkisins sendi um s.l. mánaðamót öllum bændum, tæplega þrjú hundruð talsins, sem talið er að þurfi að gera nýjar landbótaáætlanir, bréf og gögn vegna þessa máls. Landgræðslan hefur í mörg ár aðstoðað bændur við gerð landbótaáætlana, en nú verður sú breyting á að henni er ekki heimilt að koma beint að gerð landbótaáætlunar skv. ákvæðum reglugerðarinnar. Engu að síður getur Landgræðslan látið bændum í té ýmsar upplýsingar til þess að unnt sé að gera landbótaáætlun og mun gera það. En þurfi bændur utanaðkomandi aðstoð við gerð landbótaáætlunarinnar verða þeir að leita annað en til Landgræðslunnar.

Með fyrrnefndu bréfi fylgdi m.a. kort af því svæði sem viðkomandi landbótaáætlun mun væntanlega ná til og á kortinu er landið ástandsflokkað skv. nýju kerfi sem kveðið er á um í reglugerðinni. Við gerð kortsins er stuðst við fyrri ástandsflokkun og önnur fyrirliggjandi gögn og hún aðlöguð nýju kerfi. Það er því vel hugsanlegt að þarna gæti ákveðinnar ónákvæmni, en í bréfinu eru bændur hvattir til að fara yfir þetta kort og gera athugasemdir, telji þeir ástæðu til, fyrir 20. júlí n.k.

Nokkuð hefur borið á því að bændur telji þennan frest of skamman, m.a. vegna þess að nú eru heyannir hjá bændum en sumarleyfistími hjá starfsmönnum í flestum stofnunum og fyrirtækjum.

Bændablaðið bar þetta undir Guðmund Stefánsson sviðstjóra hjá Landgræðslunni, en hann undirritaði umrætt bréf. „Í fyrsta lagi er í flestum tilvikum um að ræða endurnýjun landbótaáætlana sem í gildi hafa verið en þær þarf þó að aðlaga nýrri ástandsflokkun beitarlandsins. Við erum búin að endurflokka alla afrétti og önnur beitarlönd sem talið er  að gera þurfi landbótaáætlanir um og höfum sent niðurstöðurnar til allra bænda sem talið er að komi að þessu máli. Þetta er samt engin endanleg niðurstaða og við erum að óska eftir athugasemdum fyrir 20. júlí. Við erum ekki að ætlast til að bændurnir geri ný kort eða láti fara fram einhverja sérstaka vinnu við þetta verkefni. Við erum aðeins að óska eftir að þeir geri athugasemdir við kortið og flokkunina, telji þeir eitthvað ekki rétt eða þarfnast skýringa. Við munum síðan fara yfir athugasemdirnar, hugsanlega fara og skoða viðkomandi beitarland og komi í ljós að einhverjar skekkjur séu í þessu kortum munum við í samráði við viðkomandi aðila leiðrétta þau. Það er því nægjanlegt fyrir bændur að senda okkur skriflegar athugasemdir, í tölvupósti eða bréfi, og tiltaka hvaða annmarka þeir telji á kortinu. Það þarf ekkert að útfæra það mjög nákvæmlega. Við munum hafa samband við viðkomandi síðar“.

Aðspurður um hvort allir þeir sem fengu umrætt bréf þyrftu að gera athugasemdir, hver fyrir sig og jafnvel gera hver fyrir sig nýja landbótaáætlun, sagði Guðmundur að svo væri ekki, a.m.k. ekki í nærri öllum tilvikum. „Rétt eins og verið hefur geta t.d. upprekstrarfélög eða önnur félög bænda, staðið sameiginlega að landbótaáætlun fyrir afrétti og önnur sameiginleg beitarlönd. Það er t.d. nægilegt að fjallskilastjórn geri athugasemdir fyrir viðkomandi afrétt og eðlilegt að sameiginleg landbótaáætlun sé gerð við slíkar aðstæður eins og verið hefur. Hins vegar hefur einnig þurft að gera landbótaáætlanir fyrir  einstakar jarðir og þá er það í höndum viðkomandi bónda.
Varðandi frest til 20. júlí sagði Guðmundur að ef menn gætu ekki gert sínar athugasemdir fyrir þann dag, gætu þeir bara óskað eftir lengri fresti, en það yrði að gera skriflega. „Það er talsverð vinna við þetta mál og þó langt sé til áramóta þarf að nýta tímann vel svo menn lendi ekki í tímaþröng í lok ársins. Landgræðslan hvetur því þá sem telja sig þurfa að gera athugasemdir, að gera það sem fyrst og helst fyrir 20. júlí. Það er samt ekkert þannig að menn missi einhvern rétt, dragist það eitthvað. En það er hagsmunamál fyrir hlutaðeigandi bændur að bregðast skjótt við. Þeim mun fyrr sem athugasemdir berast, þeim mun meiri tími gefst til að bregðast við þeim og vinna vel að málinu“ sagði Guðmundur Stefánsson að lokum. 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...