Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Áborðarskortseinkenni í byggi
Áborðarskortseinkenni í byggi
Á faglegum nótum 15. september 2014

Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs

Höfundur: Borgar Páll Bragason

Síðustu ár hefur dregið verulega úr því að bændur taki jarðvegssýni til að kanna næringarástand jarðvegsins og aðstæður til vaxtar og fyrir vikið byggja menn áburðaráætlanir sínar oft á veikum grunni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og efla á ný þennan mikilvæga þátt í bústjórninni.

Mælt er með því að bændur láti taka jarðvegssýni úr túnum á u.þ.b. fimm ára fresti. Þannig má fylgjast með þróun í forða á helstu næringarefnum. Í þeim tilfellum þar sem leikur grunur á að næringarástandi jarðvegs sé ábótavant skal sérstaklega huga að þessum þætti og forgangsraða sýnatökunni með tilliti til þess.

Ráðunautar RML eru þessa dagana að skipuleggja sýnatökuna sem framkvæmd er á haustin. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að taka sýni dýpra en áður til að auka á áreiðanleika niðurstaðnanna. Boðið er upp á að bændur sæki rafrænt um sýnatöku á heimasíðunni rml.is, en að sjálfsögðu er einnig tekið við slíkum þjónustubeiðnum sem og öðrum í síma (516-5000). Upplýsingar um gjaldtöku Rml má sjá á heimasíðunni en efnagreiningarkostnaður hjá LbhÍ er 4.013 kr./án vsk fyrir hvert sýni.

Þess má geta að hjá RML er boðið upp á ýmsar „pakkalausnir“ og þar á meðal  jarðræktarpakka sem ber heitið „Sprotinn“. Markmiðið með þeirri lausn er að veita bændum markvissa ráðgjöf í nýtingu áburðar ásamt því að veita ákveðna grunnþjónustu í jarðræktarskýrsluhaldi. Einn liðurinn þar er jarðvegssýnataka og túlkun á niðurstöðunum.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f