Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikilvægi plöntukynbóta
Fréttaskýring 3. nóvember 2022

Mikilvægi plöntukynbóta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tómt mál er um að tala að efla kornrækt hér á landi ef engar plöntukynbætur eiga sér stað, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson.

Fyrsta skrefið verður því að vera að hefja markvissar kynbætur á því korni sem við hyggjumst rækta. Helgi fer fyrir vinnuhópi sem teikna á upp stefnu og aðgerðir svo kornrækt geti fest hér rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein.

Plöntukynbætur eru þjóðþrifamál, að sögn Hrannars Smára Hilmars- sonar, tilraunastjóra í jarðrækt hjá LbhÍ, sem einnig situr í hópnum. Allar siðaðar þjóðir stundi þær og kollegar þeirra á Norðurlöndum gapi yfir þeirri staðreynd að þær séu ekki til staðar hér á landi. „Plöntukynbætur eru munaðarlausar með öllu. Bændur líta til Landbúnaðarháskólans í þessum málum og ætlast réttilega til að þær séu stundaðar í einhverjum mæli. Verkefninu, plöntukynbótum, hefur ekki verið útdeilt. Það er engin stofnun eða fyrirtæki sem hefur þetta lögboðna hlutverk, það er ekki á föstum fjárlögum en eftirspurnin og krafan er til staðar.“

Sænska ríkið hefur stigið mikilvægt skref í framþróun plöntukynbóta með því að fjárfesta fyrir meira en milljarð króna til að koma á fót byltingarkenndri hátæknistöð sem mun geta kynbætt plöntur á háhraða með notkun erfðamengjaúrvals. Íslandi stendur til boða að taka þátt í verkefninu og bindur Helgi vonir við að fjármagn fáist hér á landi til að taka þátt í samstarfi og nýta aðstöðuna.

Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt | Plöntukynbætur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...