Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 30. mars 2015

Mikilvægi jarðvegsins ótvírætt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2015 moldinni og hvetja aðildarþjóðir sínar til að stuðla að vitundarvakningu á mikilvægi jarðvegs og jarðvegsverndar af því tilefni.

Opnunarhátíð Árs jarðvegsins fór fram í Tjarnarbíói í gær. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri setti dagskrána og bauð gesti velkomna. Því næst fluttu Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, ávörp. Að því loknu var heimildarmyndin Dirt! The Movie sýnd en myndin sýnir á áhrifaríkan hátt mikilvægi jarðvegsins fyrir lífið á jörðinni.

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ávarpaði samkomuna að myndinni lokinni og sagði frá sérstöðu íslensks jarðvegs og kynnti nýja bók sem hann hefir skrifað og nefnist The Soil of Iceland.

Grundvöllur menningarinnar

Í ávarpi sínu sagði Sveinn meðal annars að þrátt fyrir að jarðvegur væri grundvöllur menningarsamfélaga heimsins væri víðast illa farið með hann og jarðvegur meðhöndlaður á ósjálfbæran hátt. „Jarðvegseyðing og jarðvegshnignun er talin ein alvarlegasta ógn jarðarbúa. Sem betur fer er þó jarðvegsvernd að verða meira áberandi viðfangsefni á til að mynda vettvangi Sameinuðu þjóðanna því æ fleiri gera sér grein fyrir því að með jarðvegsvernd tryggjum við betra aðgengi að vatni, aukum vernd á líffræðilegum fjölbreytileika og drögum úr áhrifum loftslagsbreytileika.“
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis­ráðherra sagði það við hæfi að árið 2015 væri tileinkað jarðveginum eða moldinni. „Með því er verið að leggja áherslu á mikilvægi moldarinnar hvað varðar fæðuöryggi og leiðir til að draga úr loftslagsbreytingum er verið að auka vitund þjóða heims á jarðvegsvernd.“

Jarðvegur í borg

Í máli Björns Blöndal, formanns borgarráðs Reykjavíkur, kom fram að þrátt fyrir að finna mætti margs konar jarðvegsgerðir innan borgarmarkanna hefði til skamms tíma lítið verið hugað að mikilvægi varðveislu hans. „Í seinni tíð hafa komið fram hugmyndir um að koma upp jarðvegsmiðlun þar sem hægt væri að leggja inn og nálgast jarðveg og ýta þannig undir skynsamlega nýtingu hans.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...