Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér má sjá fjögur lömb í mismunandi litum: Alhvítt (ekkert gult), svartgolsótt, svartbotnótt, arnhosótt og móbotnubíldótt.
Hér má sjá fjögur lömb í mismunandi litum: Alhvítt (ekkert gult), svartgolsótt, svartbotnótt, arnhosótt og móbotnubíldótt.
Mynd / Sigurborg Hanna Sigurðardóttir
Á faglegum nótum 20. febrúar 2023

Mikill breytileiki í litum og litamynstrum

Árið 2020 voru 78,4% fjár skráð hvít. Svart var algengast af dökkum litum, eða 12,7%, en mórautt aðeins 4,2%. Gráar kindur voru 4,4% en grámórauðar einungis 0,3%. Litamynstur koma fyrir á grunni dökkra lita og var tvílitt algengast af litamynstrum, eða 5,8% af heildarfjölda 2020.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlitsgrein um litafjölbreytni og erfðir lita hjá íslensku sauðfé sem birtist í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins (92. árg. 3-4. hefti). Höfundar greinarinnar eru Emma Eyþórsdóttir, Teitur Sævarsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Jón Hallsteinn Hallsson.

Litafjölbreytni hjá íslensku sauðfé er vel þekkt og hefur viðhaldist í stofninum um aldir, ólíkt mörgum erlendum fjárkynjum. Í greininni er lýst þeim breytileika í litum og litamynstrum sem finnst í íslensku fé, ásamt líffræði litamyndunar. Grunnlitir eru hvítt, svart og mórautt, og litamynstur eru grátt, grámórautt, golsótt og botnótt ásamt tvílitum þar sem hvít svæði á dökkum grunni skapa mikla fjölbreytni. Hvítt er algengasti liturinn.

Stefán Aðalsteinsson (1928–2009) skýrði helstu erfðareglur sauðfjárlita á grunni rannsókna sinna á íslensku fé. Niðurstöður hans eru þær að litaerfðir í íslensku sauðfé ráðist fyrst og fremst af breytileika í genasætunum agouti (a-genasætið), brown (b-genasætið) og piebald spotting (s-genasætið). Ríkjandi samsæta í a-sæti veldur hvítum lit og eru aðrir litir víkjandi. Arfgerð í b-sæti ræður svörtum eða mórauðum lit og er svart ríkjandi. Víkjandi arfgerð í s-sæti veldur tvílit á kindum með dökkan grunnlit en alhvítu í hvítu fé.

Sameindaerfðafræði litamyndunar í sauðfé er þó flóknari en ætla mætti út frá erfðareglum Stefáns. Rannsóknir á því sviði hafa varpað skýrara ljósi á þau gen sem standa að baki sauðalitunum, en jafnframt reynist ekki fullt samræmi á milli sameindaerfðafræðilegra niðurstaðna og þeirra erfðareglna sem stuðst er við í íslenskri sauðfjárrækt. Frekari rannsókna er því þörf til að upplýsa málið. Greinin er prýdd fjölda mynda, m.a. ljósmyndum af fjölbreyttum litum sauðfjár og skýringamyndum um erfðir litanna og líffræðina þar að baki.

Skylt efni: fjárlitir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...