Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003
Gamalt og gott 9. mars 2020

Mikill áhugi bænda á dkBúbót í ársbyrjun 2003

Í byrjun árs 2003 bárust þær fréttir á forsíðu Bændablaðsins að bændur væru áhugasamir um nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi sem héti dkBúbót.

Í fréttinni kemur fram að kerfið hefði einungis verið í sölu í rúma níu mánuði en þá þegar búið að selja vel á sjötta hundrað eintök.

„Aðsókn á grunnnámskeið í notkun forritsins hefur verið gríðarmikil en á næstu mánuðum verða haldin framhaldsnámskeið í öllum héruðum landsins. Þar verður m.a. farið í uppfjör og skattframtöl,“ segir í fréttinni.

Haft er eftir Gunnar Guðmundsson, forstöðumanni ráðgjafarsviðs BÍ, að viðtökur bænda væru langt umfram  væntingar og þær gæfu vissulega tilefni til að fylgja verkefninu vel eftir. „Á námskeiðunum er jöfnum höndum lögð áhersla á kennslu í grunnþáttum tvíhliða bókhalds, en það teljum við afar þýðingamikið, og hagnýtingu þess sem stjórntækis í búrekstrinum. Einnig er farið yfir helstu vinnuþætti nýja bókhaldskerfisins. Í áframhaldandi þróun á dkBúbót munum við leggja áherslu á aðlögun þess við sérþarfir einstakra búgreina. Átak verður gert í að samræma og bæta lyklun og færslur. Slík samræming er mikilvæg upp á rekstrarsamanburð og hagrannsóknir sem við þurfum vissulega að efla í okkar búrekstri,“ sagði Gunnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...