Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mikil söluaukning á eggjum
Gamalt og gott 21. desember 2018

Mikil söluaukning á eggjum

Fyrir fimm árum, í jólablaði Bændablaðsins árið 2013, var sagt frá gríðarlegri söluaukningu á íslenskum eggjum. Rætt var við Þorsteinn Sigmundsson eggja- og kjúklingabónda í Elliðahvammi og formann eggjabænda sem sagði að desembermánuður hefði slegið öll met – þrátt fyrir að hann væri varla hálfnaður. Hann sagði að lífsstílsbreytingar og fjölgun ferðamanna á Íslandi skýri söluaukninguna.

„Það fór að bera á því fyrir svona tveimur til þremur árum að sala á eggjum fór að aukast. Svo fyrir um ári varð veruleg aukning og við höfum nú tengt þetta við tiltekna lífsstíla í mataræði sem hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum, þar sem áhersla er lögð á að hafa lítið af einföldum kolvetnum í fæðunni. Þannig að yngra fólk er aftur orðið að virkum neytendum eggja.

Eggin hafa á undanförnum árum endurheimt stöðu sína sem heilsufæði, enda eru þau algjörlega náttúruleg afurð – fullkomlega innsigluð af hænunni – og hágæðafæða. Það er til dæmis ekki talað lengur um eggjarauðuna sem sérstaklega varasama. Við tengjum þessa söluaukningu líka við fjölgun ferðamanna til Íslands. Desember er til að mynda ekki lengur sölumesti mánuðurinn. Núna eru það mánuðirnir frá júní og fram í september sem langmest sala er í. Raunar er aukningin svo mikil að eggjabændur hafa þurft að skipuleggja búskap sinn upp á nýtt – og vera með hámarksframleiðslu um sumarið – hreinlega til að anna eftirspurninni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Bændablaðið 12. desember 2013.

Nálgast má eldri árganga Bændablaðsins í gegnum vefinn timarit.is.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...