Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Óskar Ísleifsson, starfsmaður hjá PBI, fór fimum höndum um rafmagnslokin.
Jón Óskar Ísleifsson, starfsmaður hjá PBI, fór fimum höndum um rafmagnslokin.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 19. desember 2016

Mikil og vaxandi eftirspurn eftir búfjármerkjum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það hefur verið stöðug aukning hjá okkur hin síðari ár,“ segir Rósa Björk Jósepsdóttirm verkstjóri hjá  Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi (PBI) á Akureyri. Fyrirtækið er hið eina hér á landi sem prentar merkingar á búfjármerki, en merkin sjálf, sem eru úr gæðaplasti, koma frá gamalgrónu fjölskyldufyrirtæki í Noregi, OS-ID, sem fremst þykir í flokki þeirra sem þessari framleiðslu sinna. 
 
Norska fyrirtækið á sér sögu allt aftur til ársins 1936 og gott samstarf verið við það alla tíð að sögn Rósu Bjarkar.
 
Prentað er á merkin hjá PBI á Akureyri, en auk þess að framleiða lambamerki eru einnig útbúin þar merki fyrir annað búfé, nautgripi og svín og ásetningsmerki í sauðfé.  Æ fleiri hafa svo séð kosti þessara merkja, grásleppukarlar merkja gjarnan net sín með þeim, félagar í Landsbjörg festa slík merki í galla sína sem og slökkviliðsmenn. Hægt er að prenta nöfn og símanúmer á merkin, þau eru úr efni sem kallast polyurethane sem hefur þann eiginleika að brotna ekki og endast þau því sérlega vel. Þá veðrast þau einnig vel og halda lit sínum árum saman.
 
Álagstími um sauðburðinn
 
PBI er ráðandi á markaði innanlands þegar að þessum merkjum kemur, hefur um 65% markaðshlutdeild í lambamerkjum og og nálega allan markað hvað önnur búfjármerki varðar.
 
Um það bil fjögur heil störf eru við framleiðsluna og er hún í gangi allan ársins hring. „Eftirspurnin er mikil og fer vaxandi, en við erum orðin nokkuð sjóuð í þessu og höldum dampi sama hvað á gengur,“ segir Rósa Björk og nefnir að helsti álagstíminn sé meðan á sauðburði stendur og í sláturtíð.
 
„Við vitum hvenær gusan kemur og erum vel undirbúin,“ segir hún. Gott samstarf er milli starfsmanna á PBI og bænda sem kaupa merkin og segir Rósa Björk að oft sé um margt að spjalla, þau heyri sögur af daglega lífinu í sveitinni og hafi gaman af. 
 

6 myndir:

Skylt efni: búfjármerki

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...