Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu.
Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu.
Mynd / Bergþóra Njála
Fréttir 28. febrúar 2022

Mikil mengun í jarðvegi á Heiðarfjalli í Langanesbyggð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á Heiðarfjalli í Langanesbyggð benda til þess að svæðið sé mjög mengað eftir að bandaríska herliðið rak ratsjár- og fjarskiptastöð á fjallinu á árunum 1954 til 1970.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að í rannsókn á svæðinu hafi mælst mikill styrkur PCB efna. Styrkur mengunarinnar bendir til að hvorki sé æskilegt fyrir fólk né dýr að dvelja á svæðinu nema í stutta stund og forðast beri að neyta gróðurs og yfirborðsvatns.

Rannsóknin var framkvæmd af The Royal Military College of Canada árið 2017.

Blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni

Einnig fundust önnur mengandi efni á svæðinu í styrkleika sem getur haft áhrif á menn, dýr og náttúru. Meðal þessara efna eru blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni.

PCB eru þrávirk efni sem safnast upp í fituvefjum og geta haft ýmiss konar skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Sum PCB efni eru þekktir krabbameinsvaldar. Meðal annarra þekktra áhrifa þess að vera útsettur fyrir efnunum til lengri tíma eru skaðleg áhrif á æxlun, þroska og mótstöðuafl gegn sjúkdómum.

Aðgerðir í undirbúningi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur falið Umhverfisstofnun að hafa umsjón með undirbúningi að frekari rannsóknum á svæðinu ásamt því að upplýsa um hættuna sem er fyrir hendi.

Stofnunin vinnur að undirbúningi málsins í samstarfi við landeigendur, rannsóknaraðila, viðeigandi stofnanir og ráðuneyti og með tilliti til styrks mengunar á svæðinu hefur Umhverfisstofnun látið reisa skilti þar sem fólk er beðið að gæta fyllstu varúðar við ferðir um svæðið.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...