Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu.
Magn mengandi efna á Heiðarfjalli í Langanesbyggð er það mikið að fólki er ráðlagt að eyða ekki löngum tíma á svæðinu.
Mynd / Bergþóra Njála
Fréttir 28. febrúar 2022

Mikil mengun í jarðvegi á Heiðarfjalli í Langanesbyggð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á Heiðarfjalli í Langanesbyggð benda til þess að svæðið sé mjög mengað eftir að bandaríska herliðið rak ratsjár- og fjarskiptastöð á fjallinu á árunum 1954 til 1970.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að í rannsókn á svæðinu hafi mælst mikill styrkur PCB efna. Styrkur mengunarinnar bendir til að hvorki sé æskilegt fyrir fólk né dýr að dvelja á svæðinu nema í stutta stund og forðast beri að neyta gróðurs og yfirborðsvatns.

Rannsóknin var framkvæmd af The Royal Military College of Canada árið 2017.

Blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni

Einnig fundust önnur mengandi efni á svæðinu í styrkleika sem getur haft áhrif á menn, dýr og náttúru. Meðal þessara efna eru blý, sink, úran, kvikasilfur og olíuefni.

PCB eru þrávirk efni sem safnast upp í fituvefjum og geta haft ýmiss konar skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Sum PCB efni eru þekktir krabbameinsvaldar. Meðal annarra þekktra áhrifa þess að vera útsettur fyrir efnunum til lengri tíma eru skaðleg áhrif á æxlun, þroska og mótstöðuafl gegn sjúkdómum.

Aðgerðir í undirbúningi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur falið Umhverfisstofnun að hafa umsjón með undirbúningi að frekari rannsóknum á svæðinu ásamt því að upplýsa um hættuna sem er fyrir hendi.

Stofnunin vinnur að undirbúningi málsins í samstarfi við landeigendur, rannsóknaraðila, viðeigandi stofnanir og ráðuneyti og með tilliti til styrks mengunar á svæðinu hefur Umhverfisstofnun látið reisa skilti þar sem fólk er beðið að gæta fyllstu varúðar við ferðir um svæðið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...