Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla.
Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla.
Mynd / Farskólinn, Norðurlandi V.
Líf og starf 20. september 2022

Mikil gróska í matarhandverki

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, er 30 ára á þessu ári. Framboð námskeiða hefur aldrei verið meira en um 20 námskeið verða í boði í haust.

Nú fimmta árið í röð eru að hefjast námskeið um matarhandverk sem haldin eru í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vörusmiðjan á Skagaströnd er orðin svo umsetin að Farskólinn þarf að festa daga þar ár fram í tímann til að komast að með sín námskeið.

Halldór B. Gunnlaugsson er verkefnastjóri hjá Farskólanum. Haustið 2018 bauð skólinn upp á sjö námskeið en upp frá því hefur sífellt verið bætt við námskeiðum á hverju hausti. „Í raun eru námskeiðin orðin það mörg að haustið dugar ekki, þannig að við erum með allt skólaárið undir. Við erum nú með alls 21 námskeið sem er undir hatti Farskólans og fleiri á leiðinni, m.a. erum við að undirbúa námskeið í bjórbruggi og annað um þurrkun á öllu mögulegu, enda var verið að setja upp öflugan þurrkskáp hjá Vörusmiðjunni,“ segir hann.

Námskeið skapa frumkvöðla

Halldór segir að í fyrstu hafi námskeiðin verið hugsuð með bændur í huga enda hafi þeir kallað eftir þeim.

„Það kom fljótt í ljós að alls konar fólk hafði áhuga á námskeiðunum okkar og alls ekki bara af Norðurlandi vestra, því fólk alls staðar að af landinu hefur sótt þau. Við höfum reynt að koma til móts við þann hóp með því að bjóða öll námskeið um helgar þannig að fólk geti jafnvel sótt tvö til þrjú námskeið sömu helgina,“ segir hann.

Það er frábært að fylgjast með því hversu mikil gróska er í matarhandverki á svæðinu og fer sívaxandi. Við fylgjumst stolt með og finnst við eiga í þessum frumkvöðlum, þetta er mikið fólk sem hefur sótt nám og námskeið hjá okkur,“ segir Halldór.

Frá því námskeið Farskólans á sviði matarhandverks hófust hafa orðið til tvær vandaðar heimavinnslur á svæðinu og tvær aðrar eru í burðarliðnum. „Það er nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir, að fólk gæti byrjað sína starfsemi hjá Vörusmiðjunni á Skagaströnd og þegar umfangið réttlætti framkvæmdir heima fyrir yrði farið í þær.“

Framboð námskeiða nú í vetur hefur aldrei verið meira, yfir 20 mismunandi námskeið eru í boði og áhuginn er mikill. Hér er í gangi námskeið í úrbeiningu.

Samstarf í Svíþjóð

Í janúar munu kennarar og starfsfólk hjá Farskólanum og Vörusmiðjunni heimsækja Eldrimner, sem er matarhandverksskóli í Svíþjóð, og segir Halldór að fólki sé velkomið að slást með í för. Í ferðinni verður m.a. sótt námskeið í ostagerð og þá stendur til að heimsækja nokkra smáframleiðendur á svæðinu umhverfis skólann.

Mögulega verður einnig reynt að fá kennara úr skólanum til liðs við Farskólann og bjóða upp á námskeið og jafnvel gætu kennarar af Norðurlandi vestra sótt sænska skólann heim.

Skylt efni: Farskólinn

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f