Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rafmagnsrútan kemur 320 kílómetra á hleðslunni. Hún er með sæti fyrir 32 og líka pláss fyrir standandi farþega. Rútan gerir út frá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.
Rafmagnsrútan kemur 320 kílómetra á hleðslunni. Hún er með sæti fyrir 32 og líka pláss fyrir standandi farþega. Rútan gerir út frá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 19. júlí 2017

Mikil ánægja með fyrstu rafmagnsrútu landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarson
„Það er mikil ánægja með rútuna enda eru rafmagnsrútur framtíðin. Nýjan rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd sem gengur út á auðvelt og fljótlegt aðgengi inn og út úr bílnum en í henni eru 32 farþegasæti með þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum,“ segir Benedikt G. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Yutong Eurobus ehf.
 
Benedikt keypti rútuna í gegnum GTS ehf., sem er félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi. Þau hófu ferðaþjónusturekstur árið 1963 með kaup á fyrsta bílnum sem var Dogde Weapon árgerð 1953. Síðan þá hefur félagið vaxið jafnt og þétt og í dag er félagið með um 50 rútur af öllum stærðum og gerðum, bæði bíla sem smíðaðir voru af Guðmundi Tyrfingssyni og Guðmundi Laugdal Jónssyni og henta einkar vel til hálendisferða en einnig hefðbundnari rútur sem henta vel á alla helstu vegi landsins.
 
Rútan keypt frá Kína
 
Rafmagnsrútan var keypt frá Yutong Group í Kína sem  er stærsti framleiðandi af rútum í heiminum í dag og smíðaði í fyrra um 80.000 bíla og þar af á þriðja tug þúsunda af hreinum rafmagnsrútum. Nýja rútan er knúin áfram eingöngu með rafmangvagni og er viðleitni forsvarsmanna GTS til að fylgja eftir virkri umhverfisstefnu og leggja sitt af mörkum til að draga úr mengun. Rútan fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík en verður einnig í boði í almennar ferðir, drægnin er um 320 km á hverri hleðslu en mikil og ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum fyrir bíla sem þessa.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...