Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil ánægja með fjölmenningarráð
Líf og starf 16. febrúar 2024

Mikil ánægja með fjölmenningarráð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenningarráð hefur tekið til starfa í Rangárþingi eystra.

Ráðið á að vera sveitarstjórn til ráðgjafar og upplýsingar um málefni sem tilheyra erlendum íbúum sveitarfélagsins. Ráðið fundar einu sinni í mánuði og fara allir fundir fram á ensku. „Við erum virkilega ánægð með að hafa komið ráðinu á laggirnar því við teljum mjög mikilvægt að raddir íbúa með erlendan bakgrunn heyrist og eigi aðgengi að málefnum sveitarfélagsins. Hlutfall erlendra íbúa hjá okkur í dag er um þrjátíu prósent,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.

Fimm manns skipa ráðið, allt erlendir íbúar. Auglýst var eftir fulltrúum í þrjár stöður í ráðinu. Sláturfélag Suðurlands tilnefndi einn fulltrúa og ferðaþjónustan í Rangárþingi eystra tilnefndi líka einn fulltrúa. Gina Christie hefur verið kjörin formaður ráðsins. Með ráðinu starfar Helga Guðrún Lárusdóttir, sem er fjölmenningarfulltrúi Rangárþings eystra.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...