Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikið í húfi
Skoðun 4. mars 2015

Mikið í húfi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fulltrúar íslenskra bænda  koma nú saman á Búnaðarþing og funda um sín hagsmunamál. Þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu þar sem vel brýndum spjótum háværra hagsmunaafla er beint að þeim úr öllum áttum.
 
Bændur eru líklega manna best meðvitaðir um nauðsyn þess að þróa landbúnaðarkerfið í átt til aukinnar sjálfbærni. Það á bæði við sjálfbærni í nýtingu náttúruauðlinda sem og sjálfbærni í rekstri. Það síðarnefnda er ekki einfalt við að eiga þar sem bændur geta illa verðlagt sínar vörur í takt við raunkostnað. Þar kemur einkum tvennt til. Krafa neytenda um ódýrar matvörur og síðan samkeppni við framleiðslu erlendra bænda sem er stórlega niðurgreidd og tollvarin af viðkomandi ríkjum. Til að íslenskir bændur standi þar á jafnréttisgrunni þarf að beita sömu ráðum hér á landi, þ.e. tollvernd og niðurgreiðslum. 
Illa ígrundað gagnrýnisblaður um að hætta verði niðurgreiðslum og afnema beri tollvernd er einkum haldið á lofti af íslenskum hagsmunaöflum. Þau sjá mikil gróðatækifæri í því að íslenskur landbúnaður leggist af í meira eða minna mæli. Ef það gerist, mun renna upp gósentíð innflytjenda sem geta þá verðlagt sínar landbúnaðarvörur af eigin geðþótta án ótta við innlenda samkeppni. Það mun fela í sér endurreisn einokunarverslunar, því reynslan sýnir okkur að í fákeppni og kunningjasamfélagi eins og hér ríkir, verður seint til alvöru samkeppni í verslun. Þar er nærtækast að líta á aðförina sem gerð hefur verið að svínaræktinni að undanförnu og kjúklingaræktin mun örugglega fá sömu útreið. 
 
Annar angi á þessu er spurningin um heilnæmi matvörunnar sem við framleiðum. Íslendingar hafa lengst af gumað af besta fiski í heimi sem upprunninn sé úr hreinum sjó í kringum Ísland. Þetta hefur skapað íslenskum fiski góða ímynd. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru jafnvel enn betur til þess fallnar að geta flokkast sem hreinar vörur. Hér eru ekki notaðir vaxtarhormónar við framleiðsluna og hér eru nánast engin fúkkalyf notuð og alls ekki sem vaxtarhvetjandi efni. Það er gjörólíkt stöðunni í nær allri Evrópu og í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur verið flutt inn mikið af svína-, nauta- og kjúklingakjöti. Allt kemur það frá ríkjum sem eru hvað mestu notendur lyfja við sína framleiðslu. Vilja Íslendingar virkilega fórna sínum hreina landbúnaði og ómældum atvinnutækifærum fyrir skammtímagróða fáeinna kaupmanna?
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...