Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey – Ferðaþjónustu bænda.
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey – Ferðaþjónustu bænda.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Mikið áfall fyrir alla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Berglind Viktorsdóttir, gæða­stjóri hjá Hey – Ferða­þjónustu bænda, segir að Efstidalur II sé innan Hey Iceland fjölskyldunnar, sem saman­stendur af félögum á um 170 stöðum um land allt.

„Síðustu daga og vikur hefur hugur hópsins verið bæði hjá fjölskyldum þeirra barna sem urðu fyrir sýkingu og hjá stórfjöl­skyldunni í Efstadal II.“

Býlið hefur sannarlega verið undir smá­sjánni undanfarið enda á þessi faraldur sér ekki fordæmi hér á landi. Allt frá upphafi ferðaþjónustunnar á bænum, sem má rekja til ársins 2002, hefur fjölskyldan lagt áherslu á að tengja saman ferðaþjónustu og landbúnað og það varð til þess að Efstidalur II komst á kortið sem eftirsóknarverður staður til að heimsækja. Það er því erfitt að setja sig í spor fjölskyldunnar núna en ljóst er að áfallið er mikið, bæði fyrir þau persónulega og fyrir rekstur staðarins.

Það liggur ljóst fyrir að E-coli bakterían finnst víða í umhverfinu og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að sambærileg tilfelli gerist aftur hér á landi. Öll getum við dregið okkar lærdóm af þessu og saman leggjum við okkar af mörkum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Til dæmis þurfa eftirlitsaðilar að fylgja skýrum og samræmdum reglum og hafa virkt eftirlit, staðarhaldarar þurfa að brýna mikilvægi handþvotta og tryggja viðeigandi aðstöðu til þess. Þá er það ábyrgð okkar allra að passa upp á hreinlæti og handþvott með sápu og vatni auk spritts. Þá væri vert að koma upp skýrum samræmdum leiðbeiningum til gesta varðandi umgengni við dýrin.

Við viljum ekki glata þeim mögu­leika sem felst í því að heimsækja dýrin í sveitinni og bragða á matvælum beint frá býli. Þetta er jarðtengingin okkar við náttúru landsins og lífið í sveitinni og með því að læra af reynslunni, bregðast við og halda áfram veginn tryggjum við öruggara umhverfi fyrir okkur öll.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...