Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miðdalsgröf
Bóndinn 31. október 2022

Miðdalsgröf

Þau hjón, Steina Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson í Miðdalsgröf, Steingrímsfirði leyfa hér lesendum að fá örlitla innsýn í líf sitt.

Fjölskyldan í réttum.

Reynir er fæddur og uppalinn í Miðdalsgröf. Árið 1996 reisum við íbúðarhús á jörðinni og Steina flytur þá í Miðdalsgröf, 1998 byggjum við ný 200 kinda hús og rekum búið í samstarfi við foreldra Reynis þar til árið 2005 en þá tökum við alveg við rekstrinum.

Býli: Miðdalsgröf.

Staðsett í sveit: Tungusveit í Steingrímsfirði.

Ábúendur: Reynir Björnsson og Steina Þorsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 2 dætur, Laufeyju Heiðu Reynisdóttur og Ólöfu Katrínu Reynisdóttur, auk bústjórans Marinós Helga Sigurðssonar sem er hluti af fjölskyldunni okkar. Hundur og köttur eru á bænum.

Stærð jarðar? 400 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 360.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Reynir er bóndinn og sinnir öllum verkum við búið en Steina vinnur utan bús en styður við sinn mann á vorin og haustin, auk þess fáum við ómetanlega hjálp frá fjölskyldu og vinum haust og vor.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Reynir: Skemmtilegustu eru fjárragið á haustin og sauðburður að vori en þau leiðinlegustu eru að gera við ónýtar girðingar.
Steina: Skemmtilegast er fjárragið á haustin. Þau leiðinlegustu eru þegar pláss og grindarleysi er farið að segja til sín á erfiðum vorum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í svipuðu fari.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Súrmjólk og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærkjöt og lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Kannski ekki við bústörfin, en þegar íbúðarhúsið okkar kom í hlað á tveimur trailerum og var dregið yfir á grunninn með vírastrekkjurum.

Við skorum á Guðfinnu og Ágúst, bændur í Stóra- Fjarðarhorni í Strandasýslu að taka við keflinu!

Íbúðarhúsið á leið í hlað.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...