Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Höfundur: Hönnun: Ingibjörg Sveinsdóttir

Garn: 65 g Hulduband frá Uppspuna, 100% íslensk ull (130 m).

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4,5 eða 80 cm hringprjónn fyrir töfralykkju aðferð.

Stærð: Peysan passar á Yorkshire terrier hunda eða aðra álíka stóra hunda. 

Ummál um miðjan búk er 36-40 cm. Lengd peysu er 35 cm. Lengd erma er 3 cm. 

Prjónafesta: 18 L x 40 umf = 10x10 cm.

Skýringar:

S =  prjónið slétt      B =  prjónið brugðið     Umf  = Umferð        L =  lykkja

Peysan er prjónuð frá hálsi og niður.

Uppfit og stroff

Fitjið upp 40 L og tengið í hring. Umferð byrjar framan á hálsi. Setjið merki í byrjun umferðar.

Prjónið stroff 15 umf, 1S, 1B.

Háls

Prjónið eina umf S. 

Prjónið næstu umf S en aukið út um eina L í byrjun umf og aðra L í enda umf. Útaukningin verður framan á hálsinum.

Endurtakið þessar tvær umf. Alls er aukið út 8 sinnum = 56L. Hér er gott að máta peysuna á hundinn, hvort þú vilt hafa hana víðari eða þrengri, styttri eða örlítið lengri.

Prjónið 2 umf S án útaukningar.

Ermagöt fyrir framfætur

Prjónið 2S. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (sem verður svo tekið úr til að prjóna ermarnar). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjóninn og prjónið venjulega. Prjónið S þar til 12L eru eftir af umf. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (gat fyrir hina ermina). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjón og prjónið venjulega út umf.

Búkur

Prjónið 25 umf S í hring, eða þar til peysan nær nánast að afturfótum hundsins. 

Nú er prjónað stroff undir kviðnum og slétt á hliðunum og bakinu. Prjónið stroff, 1S, 1B fyrstu 8L af umf og síðustu 8L af umf. Prónað er slétt þar á milli. Prjónið 6 umf á þennan hátt. Í seinustu umferðinni eru allar stroff lykkjurnar felldar af (sjá útskýringu á affellingu). 

Prjónað er stroff, (1S, 1B) fram og til baka yfir þær 40L sem eftir eru á hliðunum og bakinu. Prjónið 20 umf, eða eins og passar fyrir þinn hund þannig að peysan nái aftur að skotti. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu).

Ermar fyrir framfætur

Rekið upp böndin sem prjónuð voru fyrir ermagötin og setjið lykkjurnar á prjóna. Umferð byrjar innanfótar. Ef kemur gat á samskeytum erma og búks takið þá upp band þar á milli og prjónið með lykkjunum sem eru beggja vegna.

Prjónið 10 umf S og því næst 6 umf stroff, 1S, 1B. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu).

Prjónið hina ermina eins.

Affelling

Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að framanverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. 

Frágangur

Gangið frá endum, þvoið peysuna í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris.

Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: 

https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg-sveinsdottir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...