Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu
Fréttir 2. nóvember 2020

Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu

Höfundur: ehg

Matvöruverslanakeðjan Tesco í Bretlandi er fyrsta smásölufyrirtækið í landinu sem setur metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu en á næstu fimm árum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins í hyggju að auka sölu á kjötlíki í verslunum sínum um 300 prósent.

Síðastliðið ár hefur eftirspurn eftir kældum vörum úr kjötlíki aukist um 50 prósent. Vegna þessa mun keðjan nú bjóða upp á fleiri vöruflokka í sölu og möguleikum fyrir neytendur að kaupa skammta fyrir tvo eða fleiri með matvælum úr jurtaríkinu. Þessi nýja stefna er liður í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem hefur verið þróuð í samstarfi við Alþjóðasjóð villtra dýra (WWF) sem ætlar að helminga áhrif á umhverfið á meðalmatvælakörfu í Bretlandi á næstu árum.

Til að ná þessum markmiðum hefur Tesco sett upp nokkra þætti í áætlun til að ná þeim:

Framboð: Kynna og rækta kjöt úr jurtaríkinu í öllum verslunum með vörum sem nær yfir 20 vöruflokka sem innihalda meðal annars tilbúnar máltíðir, pylsur, bökur, hamborgara og fleira.

Hagkvæmni: Halda áfram að fjárfesta í virði þannig að hagkvæmni verði ekki hindrun í að kaupa mismunandi valkosti kjötlíkja.

Nýsköpun: Vinna með birgjum í að koma með nýsköpun til viðskiptavina.

Sýnileiki: Veita valkosti við kjöt þar sem kjötlíki lítur út eins og venjulegt kjöt.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...