Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu
Fréttir 2. nóvember 2020

Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu

Höfundur: ehg

Matvöruverslanakeðjan Tesco í Bretlandi er fyrsta smásölufyrirtækið í landinu sem setur metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu en á næstu fimm árum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins í hyggju að auka sölu á kjötlíki í verslunum sínum um 300 prósent.

Síðastliðið ár hefur eftirspurn eftir kældum vörum úr kjötlíki aukist um 50 prósent. Vegna þessa mun keðjan nú bjóða upp á fleiri vöruflokka í sölu og möguleikum fyrir neytendur að kaupa skammta fyrir tvo eða fleiri með matvælum úr jurtaríkinu. Þessi nýja stefna er liður í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem hefur verið þróuð í samstarfi við Alþjóðasjóð villtra dýra (WWF) sem ætlar að helminga áhrif á umhverfið á meðalmatvælakörfu í Bretlandi á næstu árum.

Til að ná þessum markmiðum hefur Tesco sett upp nokkra þætti í áætlun til að ná þeim:

Framboð: Kynna og rækta kjöt úr jurtaríkinu í öllum verslunum með vörum sem nær yfir 20 vöruflokka sem innihalda meðal annars tilbúnar máltíðir, pylsur, bökur, hamborgara og fleira.

Hagkvæmni: Halda áfram að fjárfesta í virði þannig að hagkvæmni verði ekki hindrun í að kaupa mismunandi valkosti kjötlíkja.

Nýsköpun: Vinna með birgjum í að koma með nýsköpun til viðskiptavina.

Sýnileiki: Veita valkosti við kjöt þar sem kjötlíki lítur út eins og venjulegt kjöt.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f