Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Metfjöldi umsókna var í ár um nýliðunarstyrki í landbúnaði.
Metfjöldi umsókna var í ár um nýliðunarstyrki í landbúnaði.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2025

Metfjöldi umsókna um nýliðunarstuðning

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ásókn í nýliðunarstyrki í landbúnaði heldur áfram að aukast og í ár er metfjöldi umsókna. Sóttu 108 aðilar um að þessu sinni en á síðasta ári voru umsóknirnar 95, en þá var einnig metár.

Af 108 gildum umsóknum voru 45 frumumsóknir og 63 framhaldsumsóknir, en í ár voru 177,1 milljón króna til ráðstöfunar.

Fyrst veittur árið 2017

Nýliðunarstuðningurinn var veittur í fyrsta skiptið á árinu 2017 á grundvelli reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Markmiðið með honum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.

Nýliðunarstuðningur er veittur til fjárfestinga í búrekstri og beinist að einstaklingum í eigin nafni, óháð hjúskaparstöðu, eða lögaðila sem nýliði á að minnsta kosti 25% hlut í. Hægt er að sækja um nýliðunarstuðning til kaupa á jörð, kaupa á fasteign, kaup á bústofni eða plöntum til framleiðslu á garðyrkjuafurðum, kaupa á greiðslumarki eða kaupa á tækjum og búnaði til búskapar.

Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingastuðningi á ári þó að hámarki níu milljónir króna. Heimilt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarki er náð.

Tók við af framlögum til frumbýlinga

Til að eiga rétt á stuðningi þurfa umsækjendur að vera á aldrinum 18-40 ára, vera að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.

Þeir mega ekki hafa hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða bústofnskaupastyrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt, samkvæmt þágildandi reglum árin 2015-2016 og ekki lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku.

Nýliðunarstuðningur tók við af framlögum til frumbýlinga, það er styrkúthlutun sem grundvallaðist meðal annars á stuðningi við sauðfjárrækt. Í búvörusamningum 2016 tóku við framlög til nýliðunar í landbúnaði óháð búgrein.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...