Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nemendur í Reiðmanninum koma úr öllum áttum en allir hafa þeir sama áhugamálið, hestamennskuna.
Nemendur í Reiðmanninum koma úr öllum áttum en allir hafa þeir sama áhugamálið, hestamennskuna.
Á faglegum nótum 26. september 2023

Metaðsókn í Reiðmanninn

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Reiðmaðurinn er nám í reið­mennsku og hestafræðum sem fer fram á vegum endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

Boðið er upp á nám til allt að þriggja ára sem er Reiðmaðurinn I, Reiðmaðurinn II og Reiðmaðurinn III – en nemendur útskrifast að loknu hverju ári fyrir sig. Í ár hefja tæplega 200 manns nám í Reiðmanninum sem er metfjöldi nemenda.

Randi Holaker reiðkennari er verkefnastjóri Reiðmannsins og hefur umsjón með náminu í samstarfi við Áshildi Bragadóttur, sem er endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri hjá LbhÍ.

Heildstætt nám

„Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi, en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur,“ segir Randi. Hún telur ástæðuna fyrir þessum miklum fjölda nemenda vera kemmtilegt og vel skipulagt nám. „Þetta er heildstætt nám þar sem farið er yfir breitt svið hestamennskunnar, hvort sem um ræðir fóðrun, hirðingu, sögu, reiðmennsku, kynbætur eða fimiæfingar. Það er lögð mikil áhersla á samheldni og hópefli. Nemendur í Reiðmanninum koma úr öllum áttum en hér tilheyra þeir ákveðnum hópi, samfélagi, þar sem allir hafa sama áhugamálið, hestamennskuna. Hver hópur fyrir sig eyðir miklum tíma saman, þau hvetja hvert annað áfram og standa saman sem gaman er að fylgjast með.“ Námið er bæði bóklegt og verklegt til allt að 19 eininga á framhaldsskólastigi (fein) og lýkur með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Randi segir að reynslumikill hópur reiðkennara kenni Reið- manninn víðs vegar um landið sem nemendur njóti góðs af. „Það er starfandi frábær reiðkennarahópur hér í Reiðmanninum, samtals 15 reiðkennarar, en án þeirra væri þetta nám ekki það sem það er í dag. Faglegir og flottir reiðmenn og reiðkennarar sem njóta mikilla vinsælda meðal sinna nemenda. Auk þess koma þó nokkrir gestakennarar að náminu.“

Hestamaðurinn og tamningameistarinn Reynir Aðalsteinsson, heitinn, átti hugmyndina að námi Reiðmannsins og kom því á laggirnar árið 2008 í samstarfi við LbhÍ. Fyrst um sinn var námið til tveggja ára en eftir því sem tíminn leið og nemendum fjölgaði hafi myndast eftirspurn eftir því að bjóða upp á meira nám.

„Þá var ákveðið að bæta við námi á þriðja ári sem var kallað framhaldsnámskeið og fljótlega vatt þetta upp á sig og námskeiðunum fjölgaði enn meir.Við höfum t.d. boðið upp á námskeið í fortamn- ingum, frumtamningum og járn inganámskeið. Eftir áramót munum við bæta við keppnisnámskeiði sem mun enda á stóru Reiðmannsmóti þar sem keppt verður í mismunandi keppnisgreinum í mismunandi flokkum þar sem reiðkennari fylgir þeim eftir í keppni.“

Metnaðarfullir nemendur

Námið er kennt víðs vegar um landið en í ár eru sex hópar sem stunda nám á 1. ári, fjórir hópar sem stunda nám á 2. ári og þrír hópar sem stunda nám á 3. ári. Kennt er í Kópavogi, Selfossi, Mið-Fossum, Hvammstanga, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Randi segir að þeir nemendur sem sæki nám í Reiðmanninum séu metnaðarfullir og kröfuharðir.

„Við sem stöndum að náminu verðum að vera á tánum, nemendur eru metnaðarfullir og kröfuharðir og við reynum að vera dugleg að fá frá þeim mat á náminu. Við sendum t.d. út kannanir tvisvar á ári þar sem leitað er eftir endurmati, hvað er jákvætt og hvað mætti skoða betur sem við reynum að bregðast við eins og hægt er.“

Að bæta sig sem reiðmann

Gróa Björg Baldvinsdóttir er ein þeirra sem hefur nám í Reiðmanninum í vetur. Gróa starfar hjá Terra sem framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar en auk þess situr hún í varastjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og í landsliðsnefnd LH. Gróa segir að hún hafi fyrst og fremst skráð sig í nám í Reiðmanninum til þess að auka við sína kunnáttu.

„Það hefur orðið svo mikil þróun í reiðmennsku og hestamennskunni undandarin ár að ég fann að það var kominn tími til að bæta við sig meiri þekkingu og kunnáttu og að bæta mig sem reiðmann. Ég var búin að heyra hvað þetta væri skemmtilegt nám og það heillaði mig líka þessi heildstæða nálgun – að í náminu fæ ég upplýsingar, kennslu og þjálfun um allt það helsta sem viðkemur hestamennskunni,“ segir Gróa að lokum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...