Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Mynd / Helga María Jóhannsdóttir
Líf og starf 1. júlí 2022

Mest flutt út til Þýskalands og Japan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 2021 voru alls flutt út 3.839 kíló af dúni fyrir 637.931.570 krónur, eða að meðaltali 166.171 krónur fyrir kílóið.

Verð á dúni er sveiflukennt. Árið 2013 voru útflutningstekjur af honum tæpar 600 milljónir króna og salan góð næstu ár þar á eftir en síðan dróst salan saman og verðið lækkaði. Eftirspurn jókst aftur á síðasta ári og verð hefur verið að hækka og horfur á sölu góðar árið 2022, samkvæmt heimildum Bændablaðsins.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt út 1.166 kíló af hreinsuðum en óþvegnum æðardúni árið 2021 fyrir 205.7440.26 krónur á fob-verði, eða 176.453 krónur að meðaltali kílóið.

Sama ár voru flutt út 2.673 kíló af hreinsuðum og þvegnum dúni fyrir 432.187.542 krónur á fob-verði, eða 161.686 krónur að meðaltali kílóið.

Dúnninn er fluttur til margra landa en Japan og Þýskaland eru langstærstu kaupendurnir og voru flutt um 6,4 tonn af dúni til Þýskalands og tæp 1,4 tonn til Japans árið 2021.

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...