Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Merkjalýsing krefst réttinda
Mynd / aðsend
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í ársbyrjun 2024 var gert ráð fyrir að því að þeir sem starfa við merkjalýsingar skuli hafa öðlast til þess leyfi með því að sækja námskeið og standast próf.

Margrét Hjálmarsdóttir, lögfræðingur frá Ærlæk í Öxarfirði, er ein þeirra sem sóttu fyrsta námskeiðið. Hún segir að áður en gerð var krafa um tiltekin réttindi hafi það einkum verið starfsmenn sveitarfélaga og verkfræðistofa sem sinntu vinnu í tengslum við landamerki.

Margrét segir merkjalýsingar sem slíkar nýjar af nálinni. Í reglugerð um merki fasteigna eru þær skilgreindar sem; „lýsing landfræðilegrar afmörkunar fasteignar eða landeignar með upplýsingum um eignamörk, upplýsingar um aðra skráningu fasteignar og réttindi tengd henni.“ Samkvæmt Húsnæðis og mannvirkjastofnun er 281 aðili sem hefur hlotið réttindi til merkjalýsinga.

Merkjalýsandi hlutlaus

„Merkjalýsandi hefur, samkvæmt lögum um skráningu og merki fasteigna heimild til þess að gera merkjalýsingar um landamerki milli jarða,“ segir Margrét. Þeir megi enn fremur stofna og sameina lóðir. „Merkjalýsandi er hlutlaus aðili sem vinnur fyrir landeiganda og þarf að gæta þess að safna saman öllum mögulegum og ómögulegum gögnum um landamerkin. Í því felst að skoða vel söguna, rýna í landamerkjabækur, dóma og margt fleira.

Þá þarf að hnitsetja ákveðna GPSpunkta á milli jarða. Því þarf að vera með réttan útbúnað til að taka þessi merki og nota gögnin til þess að lýsa landamerkjum jarðarinnar og draga upp afstöðumynd. Samstarf þarf að vera við þá sem eiga aðliggjandi jarðir því þeir verða að samþykkja hnitin og merkjalýsinguna.“

Kennileiti oft vandfundin

Samkvæmt bestu vitund Margrétar voru þeir sem sóttu námskeiðið mikið til með tækni- og verkfræðimenntun og einungis örfáir hafi verið með lögfræðibakgrunn. „Ég sé fyrir mér að þetta geti verið góður vettvangur fyrir lögfræðinga, því að þeirra þekking nýtist vel við lestur eldri landamerkjabréfa, dóma og uppsetningu merkjalýsingarinnar í samræmi við lög og reglur,“ segir Margrét. Hún viðurkennir þó að fyrst um sinn hafi verið talsverð áskorun að læra á tæknibúnaðinn sem fylgir starfinu.

Margrét segir oft hægara sagt en gert að skrá landamerki, því að kennileiti í gömlum landamerkjalýsingum séu oft vandfundin. „Kannski er talað um vörðu sem á að vera á ákveðnum stað. Svo fer maður á vettvang og það er hvergi stein að sjá og því ákveðinn hausverkur að sirka út hvar þessi varða hefur verið. Sumar af þessum landamerkjalýsingum lýsa merkjunum auk þess frekar gróflega og þá reynir á að finna farsæla og sanngjarna lendingu landeigenda um merkin.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...