Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Líf og starf 20. júlí 2021

Merkingarkerfið Vegrún vísar ferðafólki veginn

Höfundur: smh

Fyrir skemmstu var nýtt merkingar­kerfi fyrir ferðamannastaði og frið­lýst svæði kynnt í ráðuneytum umhverfis- og auðlinda og atvinnuvega- og nýsköpunar, en það hefur fengið heitið Vegrún. Það var hannað til að samræma merkingar, til einföldunar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna og auka gæði og öryggi á ferðamannastöðum.
Hugmyndin er að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti nýtt sér hönnunarvinnuna í kringum Vegrúnu til að setja upp merkingar til að gera áfangastaði aðlaðandi. Vegrún segir fyrir um smíði merkinga og skilta, hvernig efni sé í þeim og hver stærð þeirra eigi að vera. Þá sýnir Vegrún hvernig koma á upplýsingum á framfæri með letri, lit og myndum. Vegrún er því ekki samsafn af tilbúnum merkingum heldur verkfæri til að nýta sér við að smíða merkingar sem falla að þörfum hvers og eins. Vegrún er hluti af verkefninu Góðar leiðir (godarleidir.is) um innviðahönnun ferðamannastaða og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Hönnunarteymið Kolofon&co sá um hönnunina á Vegrúnu, en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur haft verkstjórn og samráð á milli þeirra aðila sem komu að verkefninu.

Skylt efni: Vegrún | Djúpalónssandur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...