Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hér má sjá litamerkingar sauðfjárhólfa landsins en nöfn hólfanna má nálgast í vefútgáfu greinarinnar.
Hér má sjá litamerkingar sauðfjárhólfa landsins en nöfn hólfanna má nálgast í vefútgáfu greinarinnar.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 21. janúar 2025

Merkingar sauðfjár

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi merkingar sauðfjár.

Sauðfé skal vera merkt með forprentuðu einstaklingsmerki/fullorðinsmerki og litur þess skal vera í samræmi við það litakerfi sem ákveðið hefur verið fyrir hvert varnarhólf sbr. eftirfarandi kort yfir varnarhólf og litamerkingar sauðfjár.

Bæði lambamerki og fullorðinsmerki eiga að vera í lit viðkomandi varnarhólfs. Óheimilt er að bæta merki við í öðrum lit, hvort heldur sem er til hagræðis við sundurdrátt í réttum eða til þess að greina á milli riðuarfgerða.

Í samræmi við ofangreint er skylt að merkja allt sauðfé með forprentuðu einstaklingsmerki, „fullorðins-merki“ í annað eyrað frá 6 mánaða aldri og skulu litir forprentaðra plötumerkja í sauðfé og geitfé vera í samræmi við skráningu Matvælastofnunar í miðlægan gagnagrunn. Ekki er heimilt að vera með merki í báðum eyrum fjárins sem ekki eru með sama lit.

Sé fyrir hendi sérstök ósk um að geta merkt féð í samræmi við arfgerð riðugensins er leyfilegt að hafa móthak merkisins (festinguna) með þeim lit sem passar við flöggin í Fjárvís, en ekki er leyfilegt að hafa merkin sjálf í þeim lit sem passar við viðkomandi flagg.

Matvælastofnun vill einnig upplýsa um að starfandi er núna starfshópur á vegum matvæla- ráðuneytis, Matvælastofnunar og Bændasamtaka Íslands, sem er að vinna að endurskoðun á reglugerð um merkingar búfjár. Vilji menn koma sérstökum óskum eða athugasemdum til starfshópsins er best að beina þeim til búgreinadeildar sauðfjár.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...