Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hér má sjá litamerkingar sauðfjárhólfa landsins en nöfn hólfanna má nálgast í vefútgáfu greinarinnar.
Hér má sjá litamerkingar sauðfjárhólfa landsins en nöfn hólfanna má nálgast í vefútgáfu greinarinnar.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 21. janúar 2025

Merkingar sauðfjár

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi merkingar sauðfjár.

Sauðfé skal vera merkt með forprentuðu einstaklingsmerki/fullorðinsmerki og litur þess skal vera í samræmi við það litakerfi sem ákveðið hefur verið fyrir hvert varnarhólf sbr. eftirfarandi kort yfir varnarhólf og litamerkingar sauðfjár.

Bæði lambamerki og fullorðinsmerki eiga að vera í lit viðkomandi varnarhólfs. Óheimilt er að bæta merki við í öðrum lit, hvort heldur sem er til hagræðis við sundurdrátt í réttum eða til þess að greina á milli riðuarfgerða.

Í samræmi við ofangreint er skylt að merkja allt sauðfé með forprentuðu einstaklingsmerki, „fullorðins-merki“ í annað eyrað frá 6 mánaða aldri og skulu litir forprentaðra plötumerkja í sauðfé og geitfé vera í samræmi við skráningu Matvælastofnunar í miðlægan gagnagrunn. Ekki er heimilt að vera með merki í báðum eyrum fjárins sem ekki eru með sama lit.

Sé fyrir hendi sérstök ósk um að geta merkt féð í samræmi við arfgerð riðugensins er leyfilegt að hafa móthak merkisins (festinguna) með þeim lit sem passar við flöggin í Fjárvís, en ekki er leyfilegt að hafa merkin sjálf í þeim lit sem passar við viðkomandi flagg.

Matvælastofnun vill einnig upplýsa um að starfandi er núna starfshópur á vegum matvæla- ráðuneytis, Matvælastofnunar og Bændasamtaka Íslands, sem er að vinna að endurskoðun á reglugerð um merkingar búfjár. Vilji menn koma sérstökum óskum eða athugasemdum til starfshópsins er best að beina þeim til búgreinadeildar sauðfjár.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...